Eimreiðin - 01.01.1929, Qupperneq 28
8
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
merkilegu þjóðmegunarhreyfingu sem heldur uppi skipulags-
bundnum endurbótum á framleiðslunnni, skiftingu hennar og nýt-
ingu, en þeirrar stefnu gætir nú meira og minna í flestum löndum.
Þingkosningar fóru fram í Þýzkalandi 20. maí
Þingkosníngar síðastliðinn og urðu þær vinstrimönnum í hag,
í Þýzkalandi sv0 ag ríkisstjórnin sagði af sér þegar að
og Frakklandi. l<osriingUnum loknum, en Hindenburg forseti fól
foringja »socialdemókrata«, Hermanni MiiIIer,
að mynda nýja stjórn. Það verk stóð yfir í mánuð, og loks tókst
honum að mynda samsteypustjórn með fulltrúum úr fimm af
stjórnmálaflokkunum í landinu og einum ut-
anflokka, en alls eru flokkarnir um tuttugu.
Stresemann er utanríkisráðherra áfram.
Sjálfur er, Hermann Miiller stjórnar-
formaður. í Frakklandi fóru þingkosn-
ingar fram 22. apríl síðastl. án þess
þó að önnur breyting yrði á stjórninni
en sú, að nýr verkamálaráðherra kom í
stað þess, er fyrir var. Hið nýkosna þing
kom saman 1. júní, og var eitt af þess
fyrstu verkum að festa gengi frankans.
Eiga þá aðeins örfá ríki eftir að koma
á verðfestingu gjaldeyris síns, og er ís-
land eitt þeirra. Austurríki varð fyrst til
þess árið 1923, með aðstoð Þjóðabandalagsins, og tók upp
nýja mynt. Árið eftir fylgdi Þýzkaland og Rússland dæmi
Austurríkis, og sama ár tókst Svíþjóð að
Verðfesting koma gjaldeyri sínum í fult gullgildi, og
frankans. sama tókst í Englandi, Hollandi og Sviss-
landi 1925, Danmörku 1927 og í Noregi árið
sem leið. Aftur á móti hefur föstu skipulagi verið komið á
gjaldeyrinn með ^stýfingu í löndum eins og Ungverjalandi og
Finnlandi 1925, Ítalíu og Póllandi 1927 og Grikklandi 1928.
Fjármálamönnum Frakka var þegar orðið það ljóst áður en
kosningar fóru fram, að ógerlegt yrði að koma frankanum
upp í fult gullgildi, og var það alment talið í kosningunum
fyrsta og sjálfsagðasta verkið, sem biði hinna nýkjörnu þing-
manna, að gera út um það mál. Laugardagskvöldið 23. júní,
eftir lokunartíma kauphallanna í Evrópu, hófust umræðurnar
um stýfingu frankans í franska þinginu og stóðu til sunnu-
dagskvölds. Var þá frumvarpið um stýfingu samþykt með mikl-
um meiri hluta atkvæða, og að morgni mánudagsins 25. júní
var það auglýst, að Frakkland hefði nú tekið upp nýja mynt-
einingu. Nemur stýfingin um 4/s af verðgildi gamla frankans,
Hermann Miiller.