Eimreiðin - 01.01.1929, Síða 30
10 VIÐ ÞJÓÐVEGINN eimreiðin
hefjast öflug sjálfstæðisbarátta og viðreisn á friðsamlegum
grundvelli í Kína.
Borgarastyrjöld geisar nú í Afghanistan, og ennfremur hafa
ríkin Paraguay og Bolivia lent í í skærum nú í dezember út
Paraauav ágreiningi um eignarrétt á landamærasvæði
og Dolivia. e'nu> en fyir milligöngu Þjóðabandalagsins
hafa stjórnir þessara tveggja ríkja komið sér
saman um, að Al-ameríska sambandið kveði upp gerðardóm í
deilu þeirra, svo að útlit er fyrir, eftir síðustu fregnum að dæma,
að Þjóða'bandalagið hafi hér enn að nýju komið í veg fyrir
alvarlegan ófrið. Hin svonefnda al-ameríska hreyfing er fyrst
Al-ameríska ^ram k°m'n ' byrjun 19. aldar eða frá þeim
sambandið. tímum, er frelsisstríðin í Suður-Ameríku geis-
uðu og Monroe-kenningin svonefnda varð til.
Var hún í fyrstu stjórnmálaleg, en eftir 1830 snýst hún einkum
um verzlunar- og samgöngumál. Eftir að Bandaríkin urðu
heimsveldi og voldugasta ríkið í Ameríku taka þau að sér
forustuna innan þessarar hreyfingar, og árið 1889 gangast þau
fyrir fyrsta al-ameríska þinginu. Kom það saman í Washing-
ton. Á þingi þessu var stofnað sambarid allra lýðveldanna í
Ameríku (The International Union of the American Republiks)
með fasta skrifstofu í Washington. Dagana 16. janúar til 20.
febrúar 1928 hélt Al-ameríska sambandið sjötta þing sitt í
Havana á eynni Cuba. Sambandið starfar í anda Monroe-
kenningarinnar frá 1823, en eins og
kunnugt er, var það meginatriðið í þess-
ari kenningu, sem kend er við Monroe
forseta, að ríkin í Ameríku vísuðu öll-
um afskiftum Evrópuríkjanna af amer-
ískum málum á bug og leyfðu þeim
aldrei að blanda sér inn í þau mál,
er snerta Ameríku eingöngu. Hefur
Monroe-kenningunni verið misjafnlega
framfylgt í Bandaríkjunum, og það farið
nokkuð eftir því, hverjir hafa farið þar
með völd. Sagt er, að hinn nýi forseti,
Herbert Hoover, sé mjög eindreginn fylgj-
andi Monroe-kenningarinnar, og er því
ekki ólíklegt, að al-amerísku hreyfingunni vaxi ásmegin, eftir
að hann er tekinn við forsetastörfum.
Frá Norður- * atvinnu- og viðskiftamálum hefur árið 1928
föndum. ver'ð með hagstæðara móti fyrir Norðurlönd.
Atvinnuleysi í Danmörku hefur farið jafnt og
stöðugt minkandi, og var mikið minna í septemberlok árið
sem leið en á sama tíma árið 1927.
Herbert Hoover.