Eimreiðin - 01.01.1929, Page 36
16
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
vatnssýslu fram á bílum. Auðvitað eru á leiðinni margar veg-
leysur ennþá, sem þó mátti aka yfir vegna þess, hvað óvenju-
lega var þurt umferðar. Bílar gátu klöngrast alla leið til
Akureyrar, og jafnvel var farið í bíl frá Akureyri austur að
Mývatni og úr Héraði niður á Seyðisfjörð yfir Fjarðarheiði.
Vegurinn austur frá Akureyri er nú kominn upp á Vaðla-
heiðina. Frá Húsavík er og orðið vel bílfært suður að Mývatni
og sömuleiðis frá Kópaskeri og^vestur í Kelduhverfið, vegna
hinnar nýju brúar á Brunná. I Vopnafirði er byrjað á vegi
Nýja brúin á Hvítá í Borgarfirði.
inn frá kaupstaðnum að hinni væntanlegu brú yfir Hofsá.
Hróarstungu-akbrautin má nú heita komin að brúnni við
Fossvelli yfir Jökulsá á Dal. Frá Fagradalsbraut er nú orðið
bílfært inn í Skriðdal vegna hinnar nýju brúar, sem lokið var
við í sumar yfir Grímsá hjá Hvammi. Er sú brú mjög lík
Fnjóskárbrúnni, en aðeins nokkrum metrum styttri. — Merkust
vegagerð sunnanlands er hin nýja Þingvallabraut upp úr
Mosfellsdal, sem lokið verður að sumri. Þá er og byrjað á
vegakerfi um áveitusvæðið í Flóanum. Mesta mannvirki ársins
er þó hin nýja Hvítárbrú hjá Ferjukoti. Hún er um 120
metrar á lengd, og mynda hana tveir steinbogar, sem mætast
á slöpli í miðri ánni. Mun brúin hafa kostað um 185 þús. kr.
Það má með samgöngutíðindum telja, að þýzka flugfélagið
Luft-Hansa sendi hingað, fyrir milligöngu dr. Alexanders