Eimreiðin - 01.01.1929, Side 50
30
UM NÁM GUÐFRÆÐINGA
EIMREIÐItf
því að lýsa grunnhljóminum í lilverunni með því að tákna
hann með hinu ófullkomna og mannlega orði kærleikur,
heldur séu orð hans, verk og persónuleiki ótæmandi lind
innblásturs fyrir allar aldir, til þess að skynja beztu leiðina í
gegnum völundarhús lífsins að því marki, sem samkvæmast
sé eðli, vilja og ætlun hins hulda, heilaga anda tilverunnar.
Meðan þessi meðvitund er ríkjandi, eða að sama skapi og
hún er ríkjandi, verður verkefni kirkjunnar sífeldlega nýtt og
þó ávalt hið sama: að sveigja mennina inn á þær brautir,
sem vitsmunir hennar og dómgreind fær frekast séð, að muni
leiða þá samhliða lífsstefnu Krists.
Af þessu mætti það virðast augljóst, að jafnframt því að
guðfræðinemandinn hafi gert sér sem allra ljósasta grein fyrir
persónuleika og máli ]esú, þá skifti það langsamlegast mestu
máli fyrir hann að þekkja sína eigin samtíð, hugmyndaheim
hennar, stofnanir hennar, heimspeki hennar, í einu orði —
lífsstefnu hennar.
Að sjálfsögðu er réttast að fullyrða ekki um það, að allir
guðfræðingar, sem frá Háskólanum hafa útskrifast, hafi verið
jafnófróðir um þessi efni og ég var sjálfur. Hitt get ég sagt,
að það sé grunur minn. Og ég get samvizkusamlega skýrt frá
því, að þekking mín á þessu, sem ég hef getið um, var sorg-
lega nálægt því að vera engin. Ég get ekki talið þá nasasjón,
sem ég átti að hafa fengið um hitt og annað þessu skylt í
þeim orðaleikjum og hugarglingri, sem var gefið nafnið
»Kristileg siðfræði«. Ég gerði þá raunalegu uppgötvun, þegar
ég átti að taka til starfa, að ég var mentunarlaus maður.
Þessi grein er ekki rituð til þess að bera fram ákveðnar
tillögur um nýtt fyrirkomulag á námi guðfræðinga. Hún er
rituð til þess að skýra frá reynslu eins manns, sem á kirkjunni
töluvert að þakka og vill sjá veg hennar aukinn. En hann
eykst ekki, heldur minkar, meðan svo er ástatt, að guðfræð-
ingurinn hefur sáralitla hugmynd um, við hvað hann á að
berjast, þegar út í starfið er komið. Sem ofurlítið kátlegt
sýnishorn þess, hvernig undirbúningurinn er, má geta þess,
að vér lásum ekki nokkra bók, þar sem nokkur fræðsla væri
gefin um þær árásir á kristna lífsskoðun, sem vér rnættum
eiga von á. í stað þess, að skólinn hjálpaði nárnsmönnunum