Eimreiðin - 01.01.1929, Síða 58
38
SEÐLAMÁL BRETA
EIMREIÐIN
deildinni skylt að verja að fullu með gulli. Bankadeildinni var
falin lánsstarfsemin og önnur þau viðskifti, er bankinn hafði
fengist við. Hún afhenti seðladeildinni í upphafi verðbréf (rík-
isskuldabréf) fyrir heimildarupphæðinni (14 milj. £) og fékk
jafnmikið í seðlum í staðinn. Eftir það er eina hlutverk seðla-
deildarinnar að afhenda bankadeildinni seðla, þegar hún óskar
þess, gegn jafnmiklu verðmæti í gulli. Fyrirkomulagið er mjög
óbrotið: Bankinn hefur rétt til þess að gefa út ógullvarða
seðla, að upphæð 14. milj. £ (heimildarútgáfan), en fyrir hvern
þann seðil, er gefinn er út umfram þá upphæð, verður að leggja
til hliðar jafngildi í gulli.
Fram að þessu hafði Englandsbanki aðeins haft einkarétt
til seðlaútgáfu í London og næsta umhverfi borgarinnar. Út
um land var fjöldi af bönkum, sem fór með seðlaútgáfu. Með
lögunum varð breyting á þessu og stefnt að því að koma allri
seðlaútgáfunni í hendur Englandsbanka. Seðlaútgáfa annara
banka var takmörkuð við þá upphæð, er verið hafði í umferð
um það leyti, er lögin gengu í gildi. Léti einhver þessara
banka síðar af seðlaútgáfu, fékk Englandsbanki rétt til þess
að auka hina ógullvörðu seðla sína um 2/3 hluta af seðla-
magni því, er með þessum hætti hvarf úr umferð. Bankar
þessir hafa smám saman hætt seðlaútgáfu, og slepti sá síð-
asti rétti sínum 1923. Heimildarútgáfa Englandsbanka (ógull-
vörðu seðlarnir) hafði því hækkað úr 14000000 £ upp í
19750000 £. — Loks var í lögunum sú skylda lögð á Eng-
landsbanka að kaupa alt það gull, er honum byðist, á 3 £
17 sh. 9 d. hverja únsu af myntstofngulli.
Tilgangur laganna var að koma í veg fyrir taumleysi og
handahóf í seðlaútgáfunni. Var það trú manna, að nú væri
svo vel um búið, að seðlaútgáfan væri í raun og veru orðin
sjálfvirk. Það var gengið að því vísu, að gullaðstreymi hefði í
för með sér lækkun á forvöxtum Englandsbanka: Þá mundi
rýmka um Iánveitingar, seðlarnir aukast og verðlagið hækka,
þangað til aftur væri komið jafnvægi. Ef þar á móti gullið
leitaði út, yrði bankinn að hækka forvextina og fækka seðlun-
um; þá mundi verðlagið lækka og takast fyrir útstreymi gullsins.
Það liðu að eins þrjú ár þangað til reyndi á lögin í þessu
efni. 1847 kom viðskiftakreppa, sem að lokum þrengdi svo að,