Eimreiðin - 01.01.1929, Side 72
52
BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI eimreiðin
óhaglega). Samfara mannviti og djúpskygni er einnig undir-
alda ríkra tilfinninga í mörgum kvæðum hans. Hann fer eigi
alfaraveg í skoðunum, á sér því eflaust marga ágreinings-
menn. Frelsisást, andlegt víðsýni og mannúðarandi eru sterkir
þættir í ljóðum Þorsteins. Hann deilir djarflega á þröngsýnið
og afturhaldið, á ranglæti í þjóðfélagsskipun, á hið feyskna og
fúna. Niun hann í lífsskoðun sinni hafa orðið fyrir nokkrum
áhrifum af Þorsteini Erlingssyni; eflaust er hér samt ekki
um neina stælingu að ræða.
En þó Þorsteinn Þorsteinsson sé oft fremur öllu öðru al-
vöruþungur vitsmunamaður í ljóðum sínum, á hann líka til
þýðleik Steingríms, í kvæðum sem Dögg og Hljómdísin, og
ekki síður í Til Islands á nýári, sumarhlýjum vísum og afar
ljóðrænum. Er hér auðsæ föðurlandsást skáldsins; hann ann
íslandi flestum meir og er ákveðinn talsmaður alls þess, sem
norrænt er og íslenzkt; síðari bók skáldsins kafnar eigi undir
nafni. Heimhuginn er þar Ijósu letri skráður. Ekki er hér
rúm til að nefna öll góðkvæði Þorsteins, en fáein má telja:
Helgimyndina, Bifröst, Á fjöllum, Vortrú, Framtíðarlandið,
Ég reyki, Leikmærina og Söngmærina. Um ljóðabækur hans
má segja, að þar séu mjög fá ónýt kvæði. Síðan Heimhugi
kom út, hefur Þorsteinn birt mörg snjöll kvæði víðsvegar,
t. d. Mamma í Heimskringlu, Kanada í Tímariti Þjóðræknis-
félagsins og Signýjarfórnina í Sögu.
Einar Páll Jónsson. Hann er fæddur að Háreksstöðum á
Jökuldal í Norður-Múlasýslu 11. ágúst 1881. Hefur hann
dvalið vestan hafs um allmörg ár og unnið við blaðamensku
og önnur ritstörf, er nú, eins og áður var getið, ritstjóri
Lögbergs.
Einar hefur gefið út eina ljóðabók, eigi mikla að fyrirferð,
Öræfaljóð 1915. Eru þar ýms snotur kvæði, rímslétt og fáguð
á ágætu máli, hreinu og látlausu. Ekki ræðst höfundurinn á
stórfeld yrkisefni, enda skera ljóð þessi eigi úr að frumleik
eða djúpum tilþrifum. Meðal hinna beztu eru: í dögun,
Svanur að deyja, Á Heljardalsheiði og Næturvíg. Lausavís-
urnar sumar eru mjög vel kveðnar, t. d. Gömul kona, bráð-
snjöll lýsing. Merki sjást þess þó, að meira megi vænta af
skáldinu, er honum vex lífsreynsla og þroski. Sú hefur raunin