Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1929, Side 76

Eimreiðin - 01.01.1929, Side 76
56 BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI eimreiðw fagnað sem konungi. Heiðraði þjóð vor sjálfa sig, er hún heiðraði svo þann óskmög sinn. Sjötugsafmælis skáldsins var einnig minst að maklegleikum beggja megin Atlantshafsins árið 1923. Kom þá út vestra 4. og 5. bindi ljóðmæla hans. Stephan lézt hinn 9. ágúst 1927 nærri 74 ára að aldri. Hver sá, sem Ijóð Stephans les, mætti ætla, að hann hefði verið maður stórlærður og marg-skólagenginn. Fór því þó svo fjarri sem mest mátti verða. Hann kom aldrei í skóla til náms, hvorki austan hafs né vestan, naut aðeins tilsagnar í lestri og skrift í æsku og lærði eitthvað dálítið í ensku áður en hann fluttist vestur, dönsku hafði hann numið nokkuð af sjálfsdáðum. En þekkingarþrá hans var mikil og bókhneigð og fylgdi honum jafnan. Hann hlýtur að hafa verið afar víð- lesinn, því að jöfnum höndum vitnar hann í ritninguna, norræn fræði forn og austræn, íslenzk skáld og útlend. Ekki fara atburðir samtíðar skáldsins heldur varhluta af athygli hans, og er ljóst, að hann hefur gaumgæfilega fylgst með þeim. Bókakosturinn var þó löngum af fremur skornum skamti, en þekkingin þeim mun aðdáunarverðari. Hjá Stephani hefur hlotið að fara saman framúrskarandi glögg eftirtekt og stál- minni. Snemma fór hann að yrkja, en nær öll ljóð sín ort á íslandi brendi hann. Kvæði eftir hann birtust fyrst á prenti í blöðum og tímaritum vestra. Fyrsta ljóðabók hans, Úti á víðavangi, kom út í Winnipeg 1894. Síðan hafa þessar á prent komið: Á ferð og flugi, Reykjavík 1900; Andvökur I.—III., Reykjavík 1909—1910; Kolbeinslag, gamanríma, Winnipeg 1914; Heimleiðis, Reykjavík 1917; Vígslóði, Reykjavík 1920; og Andvökur IV.—V., Winnipeg 1923. En eftir það orti hann mörg ágæt kvæði, er út komu í blöðum og tímaritum. Þeim verður vonandi safnað í eitt áður en langt líður. Ljóðsafn Stephans mun vera hið stærsta frumsamið á íslenzka tungu, en þó er hitt miklu meira um vert, að margt er þar ódauð- Iegra úrvalskvæða. Ekki má heldur gleyma því, sem að minni hyggju er allra dásamlegast í sögu Sephans, að alt þetta mikla bókmentastarf hans var unnið í hjáverkum, í naumum tóm- stundum og hvíldarstundum frá striti og þrautum bóndans og landnemans. Á andvökunóttum, meðan aðrir hvíldust og sváfu, orti skáldið ljóð sín eða ritaði niður þau, sem fæðst höfðu í önnum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.