Eimreiðin - 01.01.1929, Page 82
62
BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMl eimreiðií*
hneigð og skapandi gáfu í ríkum mæli. Án þessara skilyrða
hefði andleg framleiðsla þeirra engin orðið.
Ljóðskáldin og sagnaskáldin íslenzku vestra hafa séð meira
af heiminum en frændur þeirra og skáldsystkini heima á ætt-
jörðunni; þau hafa alið aldur sinn í nýju umhverfi, nýjum hug-
mynda, og starfsheimi. Þetta hefur haft mikil áhrif á skáldskap
þeirra, hjá því gat ekki farið; þau hafa valið sér ný yrkisefni.
Þau yrkja undir nýjum bragarháttum og smíða sér mörg ný-
yrði. Öll þessi atriði eru verð ýtarlegrar rannsóknar. Á þessi
áhrif hins nýja umhverfis á vestur-íslenzk skáld var minst í
sambandi við Stephan G. Stephansson,1) en svo er um fleiri
þeirra, t. d. Guttorm ]. Gutformsson. Sem dæmi má minna á
hið frumlega og djúpúðga kvæði hans Býflugnaræktina; ekki
hefði það verið ort á íslandi. Eða þá sum söguefnin hans
]. Magnúsar Bjarnasonar. Þau eru æði nýstárleg í íslenzkum
bókmentum. Skáldin íslenzku vestra hafa þessvegna fært út
kvíarnar í íslenzkri sagna- og ljóðagerð og numið íslenzkri
tungu ný lönd.
Landar vorir vestan hafs, ekki sízt skáldin, hafa einnig
verið útverðir vorir menningarlega og bókmentalega. Með
þýðingum sínum af íslenzkum ljóðum á ensku hafa ljóðskáldin
vestra unnið sannarlegt aufúsuverk. Þau hafa þar með stuðlað
að því að koma andlegri vöru vorri á heimsmarkaðinn, en það
er ekki lítils virði. Og má ætla, að þau muni svo áfram halda^
Að lokum vil ég gera að mínum orðum þessi maklegu
ummæli dr. Guðmundar Finnbogasonar: »Það væri þarft verk
að safna í eina heild og gefa út hið bezta, sem skrifað hefut
verið af íslendingum vestan hafs í bundnu máli og óbundnu*
(Skírnir. XCI, 1917, bls. 75). Ég er ekki í neinum vafa unv
að það yrði mikið safn og fjölskrúðugt, og með því vaer*
andlegu starfi landa vorra vestan hafs skyldur sómi sýndur.
1) Quðmundur skáld Friðjónsson benti á þetta fyrir mörgum árum *
ritgerð sinni um Sfephan í Skírni 1907, bls. 205. Eru þau ummæli hans
enn Iestrarverð.