Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1929, Page 96

Eimreiðin - 01.01.1929, Page 96
EIMRIEÐIN Hallgrímur. Saga eftir Einar H. Kvaran. I. Við Bjarni Þórðarson höfðum verið samnátta í Valaskarði síðustu nóttina. Ekki kemur það sögunni við, í hverjum erindum ég var að ferðast. Og ég hef nú gleymt því, hvað Bjarni var að fara. Hitt man ég, að einhverjar pjönkur var hann með, og að hann dró þær á dálitlum sleða. Því hef ég af eðlilegum ástæðum ekki gleymt. Annars var hann á sífeldum ferðalögum, og sumir sögðu, að stundum hlyti erindið að vera lítið. Hann væri fullur af óþreyju og tyldi aldrei á sama stað nema stuttan tíma. Eg vissi, að þeir, sem voru honum nákunnugastir, settu það í samband við einhverja reynslu, sem hann hefði orðið fyrir. En ég hafði aldrei forvitnast neitt um það mál. En hvað sem um það var, þá var það víst, að hann ætlaði ekki þangað sem hann lenti, svo að það sannaðist á honum, að enginn ræður sínum næturstað. Þegar við ætluðum að fara að leggja af stað, kallaði hús- freyjan mig á eintal. — Þið farið ekkert í dag, sagði hún. — Hvers vegna ekki? spurði ég forviða. — Veðrið er ískyggilegt, sagði hún. — Veðrið? Það er að koma sólskin. — Það er ekkert að marka þetta morgunskin. Eg veit, að hann er ótryggur, þegar þessi bakki er á norðurfjöllunum. Ég vissi, að Bjarni var vaskur maður, þó að hann væri hæggerður og farinn að reskjast, og orð léki á því, að hann væri nokkuð undarlegur. Og um sjálfan mig var ég óhræddur. Við gátum ekki heldur beðið, til þess að sjá, hvernig veðrið réðist, því að Valaskarðsheiði er langur fjallvegur fyrir fót- gangandi menn. Og við höfðum ásett okkur að ná á tiltekinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.