Eimreiðin - 01.01.1929, Page 96
EIMRIEÐIN
Hallgrímur.
Saga eftir Einar H. Kvaran.
I.
Við Bjarni Þórðarson höfðum verið samnátta í Valaskarði
síðustu nóttina.
Ekki kemur það sögunni við, í hverjum erindum ég var að
ferðast. Og ég hef nú gleymt því, hvað Bjarni var að fara.
Hitt man ég, að einhverjar pjönkur var hann með, og að
hann dró þær á dálitlum sleða. Því hef ég af eðlilegum
ástæðum ekki gleymt.
Annars var hann á sífeldum ferðalögum, og sumir sögðu,
að stundum hlyti erindið að vera lítið. Hann væri fullur af
óþreyju og tyldi aldrei á sama stað nema stuttan tíma. Eg
vissi, að þeir, sem voru honum nákunnugastir, settu það í
samband við einhverja reynslu, sem hann hefði orðið fyrir.
En ég hafði aldrei forvitnast neitt um það mál.
En hvað sem um það var, þá var það víst, að hann ætlaði
ekki þangað sem hann lenti, svo að það sannaðist á honum,
að enginn ræður sínum næturstað.
Þegar við ætluðum að fara að leggja af stað, kallaði hús-
freyjan mig á eintal.
— Þið farið ekkert í dag, sagði hún.
— Hvers vegna ekki? spurði ég forviða.
— Veðrið er ískyggilegt, sagði hún.
— Veðrið? Það er að koma sólskin.
— Það er ekkert að marka þetta morgunskin. Eg veit, að
hann er ótryggur, þegar þessi bakki er á norðurfjöllunum.
Ég vissi, að Bjarni var vaskur maður, þó að hann væri
hæggerður og farinn að reskjast, og orð léki á því, að hann
væri nokkuð undarlegur. Og um sjálfan mig var ég óhræddur.
Við gátum ekki heldur beðið, til þess að sjá, hvernig veðrið
réðist, því að Valaskarðsheiði er langur fjallvegur fyrir fót-
gangandi menn. Og við höfðum ásett okkur að ná á tiltekinn