Eimreiðin - 01.01.1929, Síða 100
80
HALLGRÍMUR
EIMREIÐlN
— Hvar ætli hann eigi heima, ef hann er lifandi? spurði ég-
— Bjarni sagðist ekki vita það. Hann rámaði eitthvað >
það, að hann hefði flutt sig langar leiðir fyrir löngu, og hann
vissi ekki hvert.
— O-jú ... nú man ég vel, hvenær það var, bætti hann
þá við. Það var tveimur árum eftir að hann ... eftir að hann
... kvæntist.
Hann sagði þetta með einhverri undarlegri hægð. Mér fanst
eins og allur þungi veraldarinnar lægi á sál hans.
— Varstu mikið kunnugur honum? spurði ég.
— Hann var bezti vinurinn minn. Mér tókst einu sinni að
bjarga honum úr lífsháska við Vestmannaeyjar. Við vorui»
báðir við sjómensku þar. Eftir það var hann eins og bróðir
minn. Eg hef ekki séð hann síðan við vorum saman í Eyj'
unum. Og síðan eru 20 ár.
— Og var nokkur sérstök ástæða til þess? spurði ég.
— Hann gekk að eiga unnustu mína, sagði Bjarni.
— Vináttan hefur þá líklegast farið að réna, sagði ég. Ef tilviii
hefur verið eitthvað líkt um hann og Bolla og Þórð Kolbeinsson-
Hann þagði við um stund. í raun og veru fanst mér honun>
veita svo örðugt að tala um þetta, að ég skyldi ekkert í þv>>
að hann skyldi hafa komist út í þessa sálma, jafn-dulur 08
hann var. En það var eins og eitthvert óviðráðanlegt afi
neyddi hann til þess að vera að hugsa um Hallgrím — 08
tala um hann líka.
— Nei, nei, sagði hann ... hann var drengur góður.
Ég get ekki hugsað mér það. ... Ég hef aldrei hugsað méf
það. ... Það var alt mér að kenna.
Ég grófst ekki eftir neinu. Mér hefði fundist það níðings'
verk, því að það var eins og maðurinn réði ekki við sig $
fullu. En óspurður sagði hann mér söguna.
(Jnnusta hans hét Gunnlaug og átti heima uppi í sveit a
Norðurlandi. Hann unni henni heitt. En það slys vildi honU>»
til, að kona varð þunguð af hans völdum í Eyjunum. Han»
gerði þá grein fyrir því, að alt hefði það verið að ken»a
áfengi og glánaskap. Hann hafði engan hug á þessari bar»S'
móður sinni og á engri annari konu en Gunnlaugu. En honu»>
fanst ólíklegt, að hún tæki sig í sátt aftur. Hann var sv»