Eimreiðin - 01.01.1929, Side 104
84
HALLGRÍMUR
EIMREIÐIN
einhver illvættur, og þú átt að.vísa þeim förunaut á bug sem
versta fjandmanni þínum og varast hann eins og logandi eldinn.
Og nú var ekki lengur um neina nauðung að tefla hjá mér.
Ég sagði þetta af svo miklum móð, sem til var í mér. Ég
gleymdi þau augnablikin öllum efasemdum og allri hjátrúar-
óvild. Sál mín fyltist þá stundina hatri gegn þessum förunaut,
sem ég trúði í raun og veru ekki að væri annað en einhver
tálmynd úr regindjúpi tilveruleysisins.
Og þetta hreif. Ég veit reyndar ekki, hvað það var, sem
hreif — hvort það voru orðin sjálf, eða það skap, sem ég
var kominn í. En það hreif — að því leyti, að ég kom Bjarna
aftur á rétta leið. Ég leiadi hann, og hann arkaði áfram við
hlið mér og dró sleðann sinn, að mér fanst, eins og viljalaus
vél. Ég þorði ekki að spyrja hann, hvort hann sæi enn mann-
inn, var ekki óhræddur um, að það yrði til þess að skapa
nýjar glapsýnir. En ég reyndi við og við að yrða á hann.
Það varð árangurslaust — enda var veðrið ekki vel fallið til
samræðna, nóg verkefni að þramma áfram og missa ekki af
vörðunum. Bjarni svaraði aldrei neinu. En hann lét mig ráða.
Og mér fanst ég fá nýjan þrótt og nýtt fjör við meðvitundina
um það að hafa náð valdi á honum.
Ég veit ekki, hve lengi við þrömmuðum svona. En eftir
nokkurn tíma urðum við að nema staðar. Ég var orðinn
öruggur, eða hafði gleymt örðugleikunum með Bjarna þá
stundina og slepti handleggnum á honum. í sama bili sagðihann:
— Nú sé ég hann!
Og hann fleygði sleðataumunum frá sér og stökk af stað
— þvert úr leið eins og áður.
Mér rann aftur í skap. Ekki við Bjarna. Hvernig sem á þessum
ósköpum hans stóð, gekk ég að því vísu, að hann bæri ekki
ábyrgð á þeim. Tálmyndin — eða hvað það nú var — sem
honum fanst ganga á undan sér, læsti sjg inn í hug minn
og varð þar að sjálfstæðri veru.
Aldrei á æfi minni hafði mér komið til hugar, að verur úr
neinum öðrum heimi hefðu áhrif inn í þennán heim. Allar
sögur, sem ég hafði heyrt um það, hafði ég talið vitleysu.
Mér hafði að sjálfsögðu verið kent, að guð hefði það. En ég
hafði aldrei gert mér neina ákveðna hugmynd um þau áhrif.