Eimreiðin - 01.01.1929, Page 108
88
HALLGRÍMUR
EIMREIÐIN
Og ég þrammaði og þrammaði. Þreytfur var ég, dauð-
þreyttur. En mér fanst lyfting í því að hafa komist að
greindarlegri ályktun.
Samt er oss svo háttað, að greindin ein getur ekki fullnægt
sál vorri. Hugur minn fyltist einhverri angurværð og magn-
mikilli meðaumkun með Bjarna. Eg fór að hugsa um hann,
sem lá þama meðvitundarlaus á sleðanum ... og um gömlu
unnustuna hans, sem hann átti nú bráðum að fá að sjá, ef
hann hélt lífinu ... unnustuna, sem hann hafði ekki séð í
20 ár ... unnustuna, sem gifst hafði bezta vini hans ... vini
hans, sem nú hafði verið að teygja hann út í dauðann!
Nei, nei ... nú var greindin að fara forgörðum! Og ég var
ráðinn í því að halda í hana.
Hvers vegna var ég að gera mér í hugarlund, að gamla
unnustan væri þarna á Barði? Konan í Valaskarði hafði ekki
nefnt hana á nafn. Hún hafði jafnvel ekki sagt, að nokkur
kona lifði eftir þennan Hallgrím. Og Bjarni hafði ekki vitað,
hvar Hallgrímur eða Gunnlaug væru niður komin. Auðvitað
var þessi hugsanaferill, sem hann hafði komist inn á, eintóm
endileysa. Þessi »Hallgrímur« á heiðinni, tálmyndin, ofsjónin,
kom alls ekkert við þeim Hallgrími, sem hafði gengið að eiga
Gunnlaugu.
Oneitanlega var það tilhlökkunarefni að komast á bæinn.
Meðal annars hlakkaði ég til þess að fá alla vitleysuna kveðna
niður, þá er hafði verið að þvælast fyrir mér.
Að lokum þrammaði ég heim á hlaðið á Barði. Það var
um háttatímann. En karlmaður stóð úti.
— Eg er kominn hingað með veikan mann, sagði és-
Getum við fengið að vera hér í nótt? Ég kemst ekki lengra
með hann. Og það er víst áríðandi að koma honum sem
fyrst í rúm.
Maðurinn sagði, að fráleitt yrði okkur úthýst. En að hann
ætlaði inn og tala um þetta við húsmóðurina.
— Hvað heitir hún? spurði ég.
— Gunnlaug, sagði maðurinn.
Þá var eins og mér væri rekið utan undir.
Framh.