Eimreiðin - 01.01.1929, Qupperneq 120
100
RITSJÁ
EIMRtlÐlN
ætíð lipur og látlaus. Kristín Sigfúsdóttir verður að vísu ekki talin skáld
fyrir þenna síðari hluta sögunnar heldur þrátt fyrir hann, en ekki á það
að þurfa í neinu að veikja þá von margra, sem hafa fylgst með starfi
hennar, að frá henni eigi eftir að koma skáldverk, sem beri það nafn
með réttu.
Axel Thovsteinsson: í LEIKSLOK. Rvík 1928. Þetta eru ellefu smá-
sögur frá Kanada, Bretlandi, Belgíu, Frakklandi og Þýzkalandi árin
1918—1919, er höfundurinn var I Iiði Bandamanna. Hann innritaðist 1
kanadiska herinn sumarið 1918, og var hersveit hans send til Evrópu þa
samsumars. Skömmu síðar komst á vopnahlé, og vorið 1919 hvarf höf-
aftur vestur um haf. Fremur mætti nefna þetta þætti um sanna atburði
en smásögur, því eins og höf. segir í formála, er hér um sannar lýsingar
að ræða á honum og félögum hans og ýmsum atvikum úr lífi hans oS
þeirra þann tima, sem þeir voru í hernum. Þær eru ritaðar á blæfallesu
máli og yfir þeim sá svipur veruleikans, sem fjötrar athyglina. Lýsingaf
höf. á lífinu í hernum eru skýrar og ekkert dregið undan. Þær minna
stundum á annan rithöfund, sem Iíka var í her Bandamanna um eih
skeið og hefur rilað af snild um lífið þar, franska rithöfundinn Henri
Barbusse. Báðir rita eins og sjónar- og heyrnarvottar einir geta frá skýrl-
Það er fjör og flug í frásögninni víða, en djúp alvara bak við. Átakan-
legust er sagan Þung spor, ömurleg en sönn lýsing á einni af mörgufli
hörmungum styrjaldarlífsins.
Gunnar Benediktsson: ANNA SIGHVATSDÓTTIR. Ak. 1928.
Saga þessi virðist mér standa talsvert að baki síðusfu skáldsögu höf i
þó að hún væri hvergi nærri gallalaus. Stíll og mál er að vísu víðas1
lítalítið, en þó eru innan um þunglamalegar og klunnalegar setningar-
Það má vel vera, að réttmætt sé að tala um „tempraðan járnvilja kan'
mannsins“ eða grátstíflað nef eiginkonunnar, sem eitt verði til frásagnaf
um hljóða og sefandi sorg hennar. En einhvernveginn fellur manni ekk'
blærinn á þessu og öðru fleiru. Svona setningar fella þó auðvitað ekk1
söguna f gildi sem heild, þó að þær snerti mann óþægilega í svip. H*11
er verra, að lesandinn hrífst varla nokkursstaðar með af viðburðum söS'
unnar, og persónurnar eru ekki þannig gerðar, að manni geti þótt v®nl
um þær eða fylst andúð gegn þeirn. Sá hluli þeirra, sem á að njóta
samúðar lesandans, verður . fuiloft volgurslegur í höndum höfundar, en
hinn hlutinn, sá sem á að vera meðsekur um andstreymi þeirra hjónannfli