Eimreiðin - 01.01.1929, Qupperneq 122
102
RITSJÁ
EIMREIÐIN
margt það sáma hjá dýrunum, frá daglegri umgengni við þau, eins og
það, sem Þorsteinn var að segja okkur frá í sögunum sínum. Sáttfýsi
dýranna og fyrirgefningarlund, eins og hvorutveggja er lýst í sögunni af
Gamla Lótan, trygglyndi þeirra og skilningur, eins og frá er sagt i sög-
unni af Sigurði mállausa, þetta um verndaranda dýranna, eins og fram
kemur í sögunni um Bondóla kasa, blessun sú, sem fylgir því að fara
vel með skepnurnar, og bölið, sem fylgir því að fara illa með þær, eins
og svo vel er lýst í sögunni af Darjan músavini, alt þetta var í okkar
augum vissa og sannleikur. Hve vel fellur ekki hin yndislega rómantíska í
sögunni af Sjatar konungi og Sonaide drottningu saman við vökudrauma
íslenzkra barna og unglinga, þeirra sem lifa og hrærast í daglegri um-
gengni við dýrin og íslenzka náttúru! Hver hefur betur túlkað hinn
leyndardómsfulla æfintýraheim náttúruandanna en Þorsteinn í sögunni af
Sassanelu sægöfgu, er sægyðjan Adúavitrí rís upp úr öldunum, „með
morgunroðann á vöngunum og hárbylgjurnar um sig gulltindrandi niður
á ökla eins og hálmbleikan silkimöttul" og vígir Sassanelu til eilífs lífs
og til þess að vera dís hinna þúsund linda! Nöfnin á þessum sögum eru
útlend, en efnið er æfintýraheimanna, þeirra sem auðugt, þróttmikið og
óspilt hugmyndaflug bjartrar æsku fær skapað. Málleysingjar eru því fyrst
og fremst bók barnanna, en um leið mikilsvert varnarskjal göfugs manns
fyrir dýrin og á erindi til allra.
7. Magnús Bjarnason: HAUSTKVÖLD VIÐ HAFIÐ. Sögur. Rvík
1928 (Bókav. Ársæls Árnasonar).
Sögur þessar eru keinilíkar fyrri smásögum þessa höf., bæði að þv'
er snertir efnisval, meðferð efnis og frásagnarstíl. Aðalpersónurnar eru
flestar æfintýramenn í Vesturheimi, sem forlögin hafa Ieitt út í allskonar
undarlegar kringumstæður. Meira og minna dularfult fólk, karlar og
konur, verða á vegi höf., en í sögulokin kemur svo oft upp úr kafinu,
að þetta fólk er íslenzkt, eða af íslenzkum ættum. Þó að sögur Magn-
úsar séu oft svipaðar að þessu leyti, þá er altaf eitthvað nýtt og „spenn-
andi“ við hverja sögu. Hann á auðvelt með að byggja þannig upp efn'
sögu sinnar, að eftirvænting lesandans og eftirtekt vakni. Oft er lausnin
í sögulok bæði smellin og óvænt. Einnig er víða mikill hagleiksblaer á
sjálfri frásögninni, t. d. í sögunni íslenzkur blaðadrengur, sem er hárfíu
lýsing á vináttu tveggja drengja. Framhald er að sögum þessum, og er
síðusfu sögunni ekki lokið í þessu hefti. Æfintýrið, sem Konráð Iæknir