Eimreiðin - 01.01.1929, Page 128
XX
EIMREIÐIN
}
I
Nytsamar eru þær bækur, sem knýja lesandann til að hugsa
áfram. Uoltaire.
Að lesa, hugsa, elska og biðja er það, sem veitir mönnunum
hamingju.
Hottentottar og snillingar geta komist af án bóka. Þú og ég
getum það ekki. A. Dickenson.
Sumra bóka verður að njóta hægt og með varúð, aðrar ber að
gleypa, og enn aðrar þarf að tyggja rækilega og melta vel. Bacon.
I bókmentunum eins og í lífinu sjálfu er það ráðvendnin, sem
altaf skiftir mestu máli. Arnold Bennett.
Quði sé lof fyrir bækur. Þær flytja boð frá hinum framliðnu
og þeim, sem dvelja fjarvistum við oss, og gera oss þátttakendur í
andlegu lífi liðinna tíma. IV. E. Channing.
Notaðu tímann til að þroska sjálfan þig á ritum annara. A
þann hátt færð þú auðveldlega aðgang að því, sem aðrir hafa
framleitt með striti og harðri baráttu. Mettu þekkinguna meira en
auðæfin, því auðæfin eru forgengileg, en þekkingin veitir varan-
lega gleði. Sokrates.
Sá, sem ann góðri bók, á um leið tryggan vin, góðan ráðgjafa,
skemtilegan félaga og sannan huggara, ef neyð ber að höndum.
Isaac Barrow.
TÆKIFÆRI, sem ekki kemur aftur.
Örfá eintök af Eimreiðinni 1918—1928 (Allir árgangarnir ellefu,
síðan hún fluttist heim frá Kaupmannahöfn, — áskriftarverð kr.
100,00) seljast nú
óbundin: kr. 60,00,
í gyltu skinnbandi: — 110,00.
Árgangarnir 1923—1928 (6 árg., áskriftarverð kr. 60,00) nú
óbundnir: kr. 45,00,
í gyltu skinnbandi: — 65,00.
Afgreiðsla Eimreiðarinnar.
Nýlendugata 24 Ð. Reykjavík.