Eimreiðin - 01.04.1929, Side 34
122
UM BÍL OG STÍL
EIMRIEÐIN
þess til, að hann hafi verið munkur eða klerkur einhverrar
tegundar. Höfuðpersónur sögunnar — fóstbræðurnir — eru
nokkurn veginn eins ólíkir því, sem kristnin taldi ákjósanlegt,
eins og unt er að hugsa sér. Sérstaklega á þetta við Þorgeir,
sem höfundurinn dáir þó mest allra manna, sem sagan greinir
frá (vitaskuld að Olafi konungi helga undanskildum). Fóst-
bræður voru ofstopamenn, vígamenn, afburða ófyrirleitnir, í
stuttu máli siðferðilega mjög ófullkomnir menn á mælikvarða
þeirra hugsjóna, er hin unga kristni var að leitast við að
innræta mönnum.
En höfundurinn ann þeim. Hann ann hinu hamslausa hug-
rekki, sem er jafnvel komið út fyrir það, er náttúrulög virð-
ast mæla fyrir. Þorgeir hefur jafnvel ekki lund í sér til þess
að biðja fóstbróður sinn að rétta sér hönd, er hann er í lífs-
háska í berginu, Höfundurinn finnur þenna þrotlausa lífsþrótt að
baki ófullkomleikans, sem ekki verður undan komist að bera
virðingu fyrir. Hann elskar þetta hrausta hjarta, þennan blossa
af dáðríku lífi. Og maður finnur, að hann er í rauninni í allri
frásögunni af Þorgeiri að leita að svarinu við spurningunni:
hvernig á ég að samrýma trú mína og ást mína á Þorgeiri?
Svarið er þar, sem sagt er frá vígi Jöðurs, er Þorgeir
hefndi föður síns:
„Sýndist öllum mönnum, þeim er heprðu þessa tíðinda sögnr
sjá atburðr undarlegr orðinn, at einn ungr maðr skyldi orðii
hafa at bana svá harðfengum héraðshöfðingja ok svá mikl-
um kappa sem Jöðurr var. Enn þó var þat ekki undarlegU
því at enn hæsti höfuðsmiðr hafði skapat ok gefit í brjóst
Þorgeiri svá örugt hjarta ok hart, at hann hræddist ekki, ok
hann var svá öruggr í öllum mannraunum sem it óarga dýr-
Ok af því at allir góðir hlutir eru af guði gervir, þá er ör-
uggleikr af guði gerr ok gefinn í brjóst hvötum drengjum, og
þar með sjálfræði at hafa til þess er þeir vilja, góðs eða illst
því at Kristr hefir kristna menn sonu sína gert, enn ekki
þræla, enn þat mun hann hverjum gjalda, sem til vinnr“.
Er mjög fjarri til getið, þó sagt sé, að þessi setning muni'
vera markverðari en því nær alt, sem til er í bókrnentum
hvítra manna frá þessum öldum? »Kristr hefir kristna menn
sonu sína gert, enn ekki þræla*. Þetta er ritað um það IeytL