Eimreiðin - 01.04.1929, Side 84
172
FLÓTTINN UR KVENNABÚRINU
EIMREIÐIN
lofaði fegurðina og dýptina í sinni eigin trú. Til þess að særa
hann ekki, greip ég til þeirra ráða að dragast á að taka hans
trú, þegar ég hefði kynst henni til hlítar. Þessi staðfesta við
mína eigin trú bjargaði síðar lífi mínu.
Nú leið eitt ár svo, að ekkert bar til tíðinda. Asim varð
ekki fyrir neinum óþægindum mín vegna, og hið austræna
ætterni hans varpaði ekki neinum skugga á hjónabandsham-
ingju okkar, enda virtist mér hann í einu og öllu semja sig
að siðum Evrópumanna.
En þá gerðust þeir atburðir, sem mig hafði ekki órað fyrir.
* *
*
Aðfangadagskvöld jóla 1926 kom svolátandi skipun símleiðis
frá Kabul: »Asim komi ásamt konu sinni til Kabul«.
Ég varð bæði hrædd og hrygg, því svo hafði verið um
talað, áður en við giftumst, að við skyldum ílendast í Evrópu
og ekki fara til Kabul. Við sendum skriflega beiðni um að
námstíminn yrði framlengdur, og sendiherrann gerði það sama.
En báðar þessar tilraunir urðu árangurslausar. Mér hraus
hugur við að leggja út í þessa ferð og setjast að í landi, þar
sem ég þekti enga siði né venjur og allir voru mér ókunnir.
En mér var lofað, að Asim skyldi fá góða stöðu í Afganistan
og komast þar til mannvirðinga.
Ný skipun kom frá Kabul um, að við skyldum vera við-
búin að leggja af stað, og loks tókst Asim og sendiherranum
að telja mér hughvarf og fá mig til að láta undan.
Eftir að við höfðum lokið undirbúningi undir ferðina, brá
ég mér til Stokkhólms til þess að kveðja fjölskyldu mína, og
hét ég Asim því að vera komin aftur að viku liðinni. En þa^
dróst svo í tímann fyrir mér, að ég var fjórar vikur um kyrt.
Mér fanst ég ekki komast af með styttri tíma til þess að
kveðja ættjörðina. Þegar ég kom aftur til Berlínar fagnaði
Asim mér á járnbrautarstöðinni. Til þess að hugga mig og
dreifa áhyggjum mínum út af skilnaðinum færði hann mér
dýrar gjafir. En þegar ég var að taka upp úr ferðakistu minm
heima hjá mér, kom hann auga á bréf, sem lá innan um
fatnað minn. Við héldum áfram að tala saman, en ég sá,
hann veitti bréfinu nákvæma eftirtekt.