Eimreiðin - 01.10.1934, Page 15
eimreiðin EINAR BENEDIKTSSON, SJOTUQUR
341
Einars sígildu kvæðum. í fyrsta árgangi Dagskrár (1896) eru
Ýmsar smásögur og riss undir nafninu Hörður, svo sem
Blátreyjur í landi, Undir seglum, Heiðmyrkur, Við knatt-
borðið, Urossasala, Þjóðsögur, Stjörnudýrð o. fl. Alt mun
þetta vera eftir Einar, og er sumt af því með því bezta, sem
hann hefur ritað í óbundnu máli, eins og t. d. lýsingin á
útflutningshestinum í Hrossasala. í fyrsta árgangi Dagskrár
birtust einnig sögurnar l/alshreiðrið og Farmaðurinn, sem
síðan komu í Kvæði og sögur, ásamt sögunum Svikagreifinn
°9 GuIIský.
Næsta Ijóðabók Einars Benediktssonar á eftir »Kvæði og
sögurc, Hafblik, kom út 1906, þá Hrannir 1913, Vogar 1921
og Hvammar 1930. Fyrstu þrjár ljóðabækurnar eru nú með
öllu uppseldar, en von mun á þeim í nýrri útgáfu. Auk þess-
ara verka Einars Benediktssonar ber að nefna þýðingu hans
á Peer Gynt Ibsens, sem út kom 1901 og 1922, og loks
Thules Beboere (Kria, 1918) um frumbyggja íslands, áður en
Norðmenn námu hér land. Auk þess liggur eftir hann fjöldi
blaða- og tímaritagreina um margvísleg efni, bókmentir,
stjórnmál, utanríkismál (Grænland), heimspeki o. fl. Síðasta
ritgerð hans, sem birzt hefur á prenti, mun vera Norræn
menning, er kom í Eimreiðinni 1932. Hinn óbundni still
Einars Benediktssonar hefur tekið engu minni breytingum,
frá því fyrst að hann hóf ritstörf, en stíll hans í bundnu máli.
I fyrstu er stíllinn léttur og einfaldur, en þyngist eftir því
sem viðfangsefnin verða stærri og kröfurnar til málsins vaxa.
Eezt sézt þetta með því að bera saman fyrstu sögubrot hans
f Dagskrá við ritgerðirnar Alhygð (Eimreiðin 1926), Gáta
Seymsins (Eimreiðin 1928) og Sjónhverfing tímans (Eimreiðin
1930), þar sem höfundurinn glímir við erfiðustu gátur manns-
andans, og eru þessar þrjár ritgerðir, ásamt heimspekilegum
hvæðum hans, svo sem kvæðunum Jörð, Pundið, Svarti-
skóli, Álfhamar, Einræður Starkaðar, Stórisandur o. fl., bezta
°g ítarlegasta heimildin um lífsskoðun skáldsins, trú hans og
heimsmynd. En þar svipar mörgu til þess boðskapar, sem
mikla athygli vekur nú allra síðustu árin og fluttur er af svo
Tnikilli sannfæringu víða á Vesturlöndum, boðskaparans forna,
í nýrri mynd, um guðdómsorkuna og eininguna í allri tilverunni.