Eimreiðin - 01.10.1934, Blaðsíða 44
370
NAPÓLEON BÓNAPARTE
eimreiðin
öðrum nokkurn líma til verulegrar byrði, né þyrfti að þigsi3
af sveit til muna. Trúmenska hans og ósíngirni vissi ekki að
neitt væri til sem héti umbun, enda báru allir virðingu fyrir
þessum landlausa keisara, sem svo lengi var í útlegð, og bar
sína útlegð svo vel. Það var ekki hægt að hugsa sér full'
komnari mann. »Svona ættu allir vittnumenn að vera«, sögðu
stórbændurnir.
En eftir því sem árin færðust yfir hann, lýsti hann ®
sjaldnara yfir konungdómi sínum og heimsfrægð og lét ser
nægja að vera réttur og sléttur Bóni — gamall langþreyttur
maður eftir hvíldarlaust strit seinliðinna ára, sem urðu að ára-
tugum og sáldruðust burt. Og seinasta árið kom það þráfalt
fyrir, að hann gerði stanz á verki sínu, þegar minst varði og
starði fram fyrir sig hugsi, klóraði sér dálítið órólega bak við
eyrað og gretti sig, eins og hann væri að reyna að rifja eitt-
hvað upp, sem hann ætti mjög bágt með að muna. Hvað var
hann Napóleon gamli Bónaparte að reyna að rifja upp? Svo
loksins einn dag, — þá mundi hann það.
— Það er eins og mig minni, að ég hafi einhversstaðar
týnt vetlingum, — dökkleitum þelvetlingum vel unnum "" °3
þæfðum.
Það kannaðist enginn við þessa vetlinga, sem hann hafði týnt,
og svo gaf maddaman honum nýja þelullarvetlinga, sem hun
hafði sjálf unnið, — voru það ekki þessir vetlingar, Ðóni minn •
En það voru ekki þessir vetlingar. Hvernig sem leitað var>
og hvaða vetlingar sem honum voru fengnir, þá voru Þa^
ekki þeir vetlingar, sem Napóleon Bónaparte hafði týnt. Um
brautina fara ókunnir vegfarendur, og á vegarbrúninni stendur
Napóleon Bónaparte og spyr: Ekki vænti ég að þið hafið
fundið dökkleita þelvetlinga á brautinni? Þeir voru vel unnir>
og vel þæfðir.
En alt kom fyrir ekki.
Svo leið fram á vetur. Það var einn morgun í skammdeg
inu, og Bóni hafði lokið við að embætta kýrnar að vanda, Þa
barði hann að dyrum, eins og hans var siður, þegar hann
kom með skálina sína.
— Hvað er þetta, Bóni minn, sagði vinnukonan. Ertu kom
inn með skálina þína strax?