Eimreiðin - 01.10.1934, Síða 93
ElMREIÐIN
Á DÆLAMÝRUM
419
vatni engu síður en heiðarnar hérna. Hann veit dýpið á
hverju miði, hvar fisks er helzt von, og hverskonar.
»Undir bröttustu Skriðuhlíðinni er sextugur hylur*, segir
Höski gamli, »og þar er nú dáfélegur fiskur, skal ég segja
t>ér, eða hitt þó heldur!«
»Það er ef til vill loðsilungur eða öfuguggi* segi ég hlæj-
andi, og svo skýri ég honum frá íslenzku þjóðtrúnni um
þessar kynjaskepnur.
»Þetta var þó kyndugt!* segir Höski gamli. »En eitthvað
hlýtur nú að vera hæft í þessu, því oft er gott það, sem
9amlir kveða. — Nei-ónei. Ekki er hann nú af því tæinu,
silungurinn í Svarthyl. En svartur er hann og ljótur, og helzt
sneiði ég hjá honum.
En svo er þar líka eitthvert annað óféti, sem enginn veit
deili á. Það heldur sig í djúpinu og kemur aldrei upp. Og í
bví hafa þeir slitið sterkustu færin sín, veiðimennirnir, hér fyr
a árum, meðan bátur var á vatninu. Að Iokum var mönnum
ekki farið að lítast á blikuna. Þeir tóku að forðast Svarthyl
og loksins fúnaði báturinn sundur. Nú eru um tuttugu ár
s>ðan. Eg hef öðru hvoru veitt dálítið á stöng meðfram
slröndinni. Og það er til góður fiskur, skal ég segja þér!
Hrriðinn í Grjótárósi og bleikjan á Sandvíkurgrunni, það er
nu fiskur, sem er nefnandi! Gulbleikur á kviðinn og spikfeitur,
Svo hann bráðnar á tungunni! ]á, það er nú fiskur, sem vert
er um að tala !* —
Laugardagskvöldið tökum við Höski gamli fleytuna á milli
°kkar og berum hana ofan að vatninu. Það er örstuttur
sPöIur. Við setjum hana út á vatnið, og hún flýtur eins og
fluga á sírópi. Við stígum báðir út í. Höskuldur sezt undir
arar> en ég sit á gaflþóftu. Nökkvinn sígur aðeins tvo þuml-
unga og ristir nú þrjá þumlunga alls.
Höski gamli legst á árar austur með landi, svo nökkvinn
Heytir kerlingum, enda er logn og vatnið spegilslétt. Geysi-
síór blikandi spegill landa milli, með blásvörtum skuggajöðr-
Utn undir hæstu hlíðunum. Svo hægir Höski skriðinn og
Heygir út dorg sinni og smeygir lykkju á löngutöng sína. Ég
nef silungastöng mína með stuttum og gildum oddi.
Höski gamli verður fyrst var. Allvænn urriði hefur hlaupið