Eimreiðin - 01.01.1935, Side 20
8
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
HIMHEIÐIN
draga mikið úr veltu þeirri, sem verið hefur á ríkisbúskapn-
um undanfarin ár. Það er þá jafnframt nokkurnveginn víst,
að þótt atburðir í sambandi við síðustu lántöku i Bretlandi
virðist benda til, að vér séuin ekki að öllu leyti sjálfráðir
gerða vorra í fjármálum lengur, þá muni engin utanaðkom-
andi öfl setja oss stólinn fyrir dyrnar með að hætta að taka
erlend lán, ef vér viljum sjálfir hætta.
Það skiftir að sjálfsögðu miklu máli hvort ný erlend lán
eru tekin til arðberandi framkvæmda, eins og t. d. Sogslán-
ið frá þvi í haust, sem Jón sál. Þorláksson sá um og útveg-
aði — ásamt fleirum — með sinni alkunnu gerhygli og gætni,
eða þau eru aðeins eyðslulán, sem ekki gefa nauðsynlegan
arð, eða lán til að greiða eldri skuldir. Nýja lánið, sem ríkis-
stjórnin tók fyrir milligöngu Hambros-banka og áður er get-
ið, er ekki tekið til að auka arðberandi framleiðslu eða at-
vinnu í landinu. Það er tekið í nauðvörn, til þess að greiða
eldri skuldir. Það liggur svo mikið á að taka það, að fyrsta
verk þingsins 1935 er að samþykkja lánsheimildina. Af þessu
nýja láni, sem er að upphæð 530 þúsund sterlingspund eða
um kr. 11.740.000, eiga einar 850 þúsundir að fara til styrkt-
ar nýjum verkunaraðferðum á fiski, og má slíkt fremur telja
tilraunastarfsemi en framleiðslu.
Þeir menn eru til, sem álíta að vér séum komnir of langt
á lánabrautinni til þess að unt sé lir þessu að snúa við. Svona
verði að halda áfram, reyna að fljóta á lánum, meðan ekki
sekkur. Þessir menn hafa mikið til síns máls neina eitt. Þeir
hafa látið hugfallast. Þeir eru þegar komnir inn fyrir það
hlið, sem Dante segir í Guðdómlega gleðileiknum, að hafi
borið áletrunina: Hver, sem fer hér inn, gefi frá sér alla von!
Þeirra skoðun má því með engu móti ráða úrslitum. Við-
hurðir þeir, sem nú eru að gerast, hafa svift hulu blekking-
arinnar af ástandinu. Og fyrsta skrefið til viðreisnar er, að
vér hættum að draga sjálfa oss á tálar. Undir eins og því er
hætt, tekur við nýtt viðreisnartímabil, fyrst í heimi hugsun-
ar, síðan í framkvæmd. Þetta er órjúfanlegt og alstaðar ríkj-
andi lögmál. Sú stefnubreyting, sem þegar er að verða vart
hjá þingflokkum og ríkisstjórn, er fyrirboði nýs tíma. Þeirri
stefnuhreyting her að fagna, og þjóðin þarf að vera samtaka