Eimreiðin - 01.01.1935, Page 25
e>MHE1ÐIN
ísland 1934.
(Stutt vfirlit).
Tíðarfar var milt á árinu sem leið. Hitinn í flestum mán-
iiðiun 1—2 stig yfir meðallag, nema í marz 3 stig og í dezember
3,8 yfir méðallag. Fyrstu mánuði ársins var veður
Veðurlag. fremur umhleypingasaint, nema helzt austanlands.
Sumarið var mjög votviðrasamt, einkum norð-
austanlands. Voru þar stöðugar þurkleysur frá siðari hluta júlí.
i m göngur gerði hvassviðri og setti niður snjó norðan- og aust-
anlands, scm gerði fjárheimtur erfiðar og tepti garðuppskeru.
Annað íhlaup með stormi og snjó gerði um land alt síðast í
• któber. Þann snjó tók þó víðast upp, og var auð jörð fram
yfir áramót.
Piskveiðin. Þó að fiskafli væri minni en árið á undan, má
þó telja hann góðan. Sýnir eftirfarandi tafla
atlann 4 árin síðustu:
1934: 61.880 þur tonn 1932: 56.372 þur tonn
1933: 68.630 — — 1931: 64.654 — —
En erfiðleikar urðu á sölunni vegna þess, að Spánn og
Eoitúgal takmörkuðu innflutning sinn á fiski og hinn byrj-
andi markaður á Grikklandi lokaðist. ítalski markaðurinn var
sá eini, sem hélst alveg opinn. Af ársaflanum var'óútflutt i
arslok fjögur árin síðustu það sem hér segir:
1934: 17.778 þur tonn 1932: 11.922 þur tonn
1933: 13.485 — — 1931: 19.913 — —
Sildveiði varð allgóð þrátt fyrir það, þótt v.eðr-
^íldveiðin. áttan væri ekki sem hagstæðust. Hér er saman-
burður á veiði þriggjá áranna siðustu:
Saltað Sérverkað í bræðslu
tn. tn. hektolítrar
87.839 128.921 686.726
71.820 147.226 752.178
131.542 115.727 530.710