Eimreiðin - 01.01.1935, Side 64
52
l’N DIHVITl'NDIN
EIMHEIÐIN"
ekki yndislegt? Heldnrðu ekki ;ið við ættuin að sitja hér alla
vorlanga sumarnótlina og hlusta á lækjarnið og heyra fugla-
klið?“
„Jú, — kannske, en ég skil hara ekki -------
„— — Og láta öldur náttúrufegurðarinnar fara kliðandi í
gegnum ómælisdjúp undirvitundarinnar, „vvie sich die Welle
an Welle reihi —Nii skulum við ganga hérna upp stíginn
upp í Iirekkuna".
„Hefurðu verið lengi hér eystra?“
„Nei, bara í þrjá daga“.
„Viltu ekki leiða mig? Vegurinn er svo vondur“.
„Jii, með ánægju. En hefurðu veitt því eftirtekt, hve nátt-
úran er hér djiip, miklu dýpri en annarstaðar, á þessum fornu
frægðarströndum fram við unnir hlár, svíf þú Ingólfs Arnar-
sonar andi tignarhár, því hér dvelur mey hjá dimmu fossa-
tali og drauma vekur purpurans í hlæ, en norðurljósin hvlja
helg--------“.
„Hefurðu ekki verið vel frískur nú upp á síðkastið, Bene-
dikt?“ spurði hún með titrandi rödd.
„Friskur? Því spyrðu að þvi? Jii, ég hef aldrei frískari
verið. Táp og ljör og friskir menn finnast hér á landi enn.
þéttir á velli og þéttir i lund, þraulgóðir---“.
„Eigum við ckki að snúa við?“
„Nei, ekki strax, því hérna rétt fyrir ofan er náttúrufegurðin
svo djúp, alveg botnlaust heiðskær eða heiðskært hotnlaus á
la Hamsun eða Hugo Wolf,
„dár löfsuset sjunger
ock stilllieten ár.
I.iksom skyar i daning
min kánsla ár aning,
som várnatten skar — —“.
Heyrðu hvað hann segir þessi Eichendorf eða Bo Bergmann:
„min kansla ár aning, aning“, það á að segja það þungt, en
hvíslandi, þá fer hægur uppheimsómur í gegnum undirvit-
nndina----------“.
„Hvernig — hvað - hvar hefur þú lært alt þetta, Benedikt?“
„Lært? Þetta kunna allir“.