Eimreiðin - 01.01.1935, Qupperneq 68
TRÚIN Á HAMAR OG SIGÐ
EIM HEIÐIN'-
56
yt'ir sál hans, sejn þó segist vilja hana feiga, að hann hikar
ekki við að taka Krist ineð sér lieina leið inn í skotgrafir
kominiinismans og gerir gælur við þá tilhugsnn að eiga i
vændum, fyrir hönd sín sjálfs og sinna félaga, að finna endur-
óm frá kvölum Golgata í hjörtum þeirra. Eins og auðmjiikur
munkur af reglu heilags Franz finnur hann sáran og ljúfan
l'rið yfir því að sampínast manni hins langa föstudags. „Ivom-
nninistar eru hataðir af yfirstétt og kennilýð sins lands, alveg
eins og hann. Kenningar þeirra eru affluttar af andlegum leið-
togum þjóðfélagsins alveg eins og hans“, segir höf., og svo
huggar hann sig líka við, að þeir séu „orðhákar alveg eins og
hann“, og þar með er líkingin fullkomnuð, þeir og hann eitt!
Hætt er við að æðstu dómstólar trúbræðra hans myndu kalla
þennan frómlynda höfund villutrúarmann og fá þar enn eitt
dæmi þess, hve voldugur seiðurinn er, sem kirkjan magnar,
og hve erfitt er að afmá hljóma hennar úr hjörtum mannanna.
En til þess liggja skýr og eðlileg rök, að fullnaðarsigur kom-
miinisinans byggist allmjög á því, að takist með öllu að afmá
spor allra tniarhragða af jörðunni, ekki sízt þeirra kristnu, og
svæfa hverskonar andlega viðleitni. Abrúðug stendur Moskva'
gegn merki krossins og skipuleggur uin allan heim róg og níð
gegn trúarlegri starfsemi. Bergmál frá aðhlástursmönnum hins
rauða loga mátti gjörla heyra i máli Sk. G„ þótt hann skildi ekki'
til fulls hver rök lægju þar til, að skorin er upp herör gegn
krossinum. í eftirfarandi köflum verður tilraun gerð lil að
skýra það fyrirhrigði.
II.
A pólitískum fundum deilir kominúnistinn á úrelt, ranglátt
skipulag í atvinnuháttum og félagslífi. Af hunandi mælsku
lýsir hann arðráni, stéttakúgun, tregleik stéttvilts lýðs, horg-
aramensku, kratasvikuin. Þá er brugðið upp glæsilegum mvnd-
uin þess, sem verða á að heimshylting lokinni. Kjör skulu
jöfnuð, vinnustundum fækkað, afkoma trygð, kaup greitt öll-
um jafnt, og verkamaðurinn fær sjálfur að stjórna sínu eigin
ríki. Þannig er í lam dráttum ásjóna þess kommúnisma, sem
götuprédikarar og atkvæðasmalar hoða um kosningar, og
undir merki þeirrar stefnu skipar sér allmikill hópur manna
um víðan heim, án þess að vita minstu deili þeirrar lífsskoð-