Eimreiðin - 01.01.1935, Blaðsíða 82
EIMREIÐIN'
Máttarvöldin.
Eftir Alexander Cannon.
Æðri máttarvöldum ev
Formáli höfimdarins. hóh I,essi t"einku3.
Kg er maður kunnugur kraftaverkum. Það sem er óvanalegt,
dulrænt, frábært, er mcr ekkert nýnæmi. Rit mín hin síðustu
og víðlesnu bera þessari staðreynd nægilega vitni. Þó verð
ég að játa, að ég' var og er enn dálítið undrandi yfir undir-
tektum þéim, sem bók mín, Ahrifin úsýnilcgu, fékk hjá al-
ménningi. Þær undirtektir líktust kraftaverki. Þær brutust því
nær undir eins fram, líkt og stórfljót í fjallgljúfrum. Það var
aldrei neinn lindarbragur á þeim. Undirtektirnar komu úr
norðri og suðri, austri og vestri. Þær komu í venjulegum um-
slögum. Þær koinu i símskeytum, símtölum — i stuttu máli:
eitir öllum viðskiftaleiðum, gömlum og nýjum. Við „heima-
fljótið" hættist stór strauinur þeirra erlendis frá, bæði með
loftskeytum, síma, flugvélum og skipum. Þær komu frá Ame-
riku, þar sem vélhyggjan og hágnýtnin ráða (en sálhyggjan
einnig), og þær komu frá draumlyndum eyðimerkur- og fjalla-
húum í Austurlöndum. Þær komu frá kaupsýslumönnum og
<iulhyggjiimönnum, prestum og indverskum ofurstum, lækn-
um og dómurum, harðsvíruðum málafærslumönnum og myrk-
fælnu kvenfólki.
Þessar undirtektir sýndu inér það, sem ég ella hefði ekki
þorað að vona — að jafnvel hér á Vesturlöndum fjölgar þeim
stöðugt, sem hrópa á meira ljós. Þær sýna mér, að undir hé-
gómlega glæstu yfirborði vorrar maðksmognu menningar loga
hjörtu manna og kvenna af áhuga fyrir ósýnilegum heimi og
áhrifum hans. Þær gera mér ljóst, að menn þrá þann dag,
þegar þau miklu sannindi, sem svo lengi hafa verið varðveitt i
Austurlöndum, verða opinberuð öllu fólki.
Sannarlega eru vorir tímar öld úthellingar anda og kraftar.
Æskumenn vorir sjá sýnir, gömlu mennina dreymir drauma,
því eins og sagt var fyrir í fornöld, þá er hinn mikli dagur
Drottins i nánd, og menning vorra tíma er undir það búin að