Eimreiðin - 01.01.1935, Side 100
MÁTTARVÖLDIN
HIMHKIWM
«8
vera, að í biblíunni sé talsvert
af tómri mannkynssögu, og ef
til vill er sumt í þeirri sögu
cnganveginn hugðnæmt. En
eftir sem áður stendur ó-
haggað, að á bak við þetta
alt — og þá einkum í Nýja-
testamentinu — eru óhemju
fjársjóðir þekkingar um það
hvernig lifa eigi lífinu, til þess
að menn og konur geti orðið
þeirrar farsældar aðnjótandi,
sem það hefur að geyma.
Ég fullyrði að orðin, svo
sem maður sáir, svo mun
hann og uppskera, séu bók-
staflega sönn, og' að versið
í Orðskviðunum, varðveit
hjarta þitt framar ölln öðru,
því að þar eru uppsprcttiir
lifsins0 sýni Ijóslega, hve
fornmenn voru fróðir urn
lögmál sáningar og uppskeru
og um lindir liöls og blessun-
ar, sem eiga upptök sin í
hjörlum vorum.
Þér munuð veita þvi eftir-
tekt í biblíunni, að alt af þeg-
ar yður er sagt þar að varð-
veita hugsanir yðar eða að
hirta leyndustu hugsanir yð-
ar, þá er það aldrei orðað á
þá leið, að þér skulið varð-
veita hug yðar eða dylja, eða
leita vandlega í hug yðar.
Nei, það er ætíð talað um að
varðveita hjarta yðar, geyma
í hjarta yðar eða að leila
vandlega i því. Fyrir þessu er
gild ástæða, því hér er ekki
um óljóst orðalag að ræða.
Astæðan er sú, að menn forn-
aldarinnar vissu vel, að það,
sem nefnt er hugur, er í raun
og veru meðvitundin, en það,
sem þeir kölluðu hjarta,
þýddi í raun og veru ffar\it-
und — eða þau djúp eðlis
vors, þar sem máttur ver.u
vorrar á upptök sín. Það er í
þessum djúpum eðlis vors, að
góðar og illar hvatir lífs vors
öðlast næringu. í fyrstu voru
þessar hvatir aðeins augna-
bliksleiftur í meðvitund vorri,
og þá réðum vér við þær, en
vér létum þær fara hindrun-
ar- og mótstöðulaust, og þær
hurfu niður í fjarvitund vora,
til þess að skjóta þar frjó-
öngum eins og fræið, eftir að
því hefur verið sáð í svarta
jörðina.
Þetta er það sem ritningin
á við, þegar þar er talað um
sáningu. Það er átt við sán-
ingu hugsana-fræja í fjarvit-
und vora, og einnig er átt við
sáningu hugsanafræja í fjar-
vitund fólksins, umhverfis
oss. Fyrri sáninguna getið þér
sjálf annast með huganum
1) Orðskv. 4, 23.