Eimreiðin - 01.01.1935, Page 114
102
Á DÆLAMÝRUM
eijiiieiðiN
ægir öllu saman, kúm og geituin og strákum frá mörgum selj-
um. Strákarnir hlaupa og kalla og hóa og steypast á ýmsum
endum, ineðan þeir eru að skilja kýrnar og geiturnar og reka
þær heim, hver á sinn stöðul.
Svo fara selstúlkurnar að mjólka. Gult hár, blá augu, rauðuf
upphlutur, hvít skyrta og stutt rauðbrytt pils. En inn á milli
eru stúlkur dökkar á brún og brá. Annar svipur. Önnur skap-
gerð. Annað kyn. Kelt-normannar? — Svallaug er blendingur.
„Half and half“, hef ég sagt við hana.
Eg geng á milli seljanna á meðan systurnar eru að mjólka,
og varpa kveðju á seljastúlkurnar. Þær eru glaðværar og hlát-
urmildar. Og lífið er bjart í bláu augunum þeirra. — Hvernig
skyldi það verða i haust — og vetur? — líg þekki sumar þeirra
dálitið — og allar í sjón. Og hérna efra eru allir kunningjar.
Segja ]ni og spjalla fjörlega og þakka fyrir síðast, þótt við
höfum aldrei talast við fyr. Það er eitthvað svo kumpánlegt
að þakka fyrir síðast! Alvcg eins og ram-stæðileg hella yfir
illalæk. Og svo skeiðriðum við fram og aftur, eins og aldrei
liafi verið neitt til, sem heitið hafi illilækur eða ófærukelda!
Stúlkurnar segja mér frá selstörfunum og daglega lífinu.
Og við hlæjum og spaugum. Ég kveð þær og segist skuli dansa
í brúðkaupinu þeirra í haust — eða eitthvað þessháttar. — En
livar verð ég í haust! —
Ein þeirra kallar hlæjandi á eftir inér: „Þá verðurðu, svei
mér, að flýta þér, því ég ætla að trúlofast í kvöld og giftast
á inorgun!" ■— Hún sijngur þetta á eftir mér.
Systurnar eru búnar að mjólka, þegar ég kem aftur, og
Svallaug er búin að síla mjólkina og setja hana upp. Inni á
borðinu i selstofunni stendur rósótt pottkanna með „sila-
dropa“ og tvö glös hjá.
Við Svallaug drekkum og skálum.
„Til heilla og hamingju, Svallaug!"
Hún lvftir glasinu, en setur það snögt á borðið aftur og
snýr sér undan. Ég sé dálitla kippi í herðunum. Svo kastai’
hún til höfðinu, snýr sér við aftur og hlær stutt. En augu
hennar eru fuil af tárum. —
„Þú mátt ckki halda, að ég sé rugluð i kollinum, góði.
Ég er liara svo — svo nervös — eða eitthvað þessháttar.