Eimreiðin - 01.01.1935, Síða 116
Á DÆLAMÝRUM
eimreiðin
104
„Heyrðu, Svallaug, góða! Segðu mér, hvað gengur að þér!
—• Er það sorgin yfir Bertu, sem þú tekur svona þungt —
fyrirfram? -— Fyrirgefðu !“
„Já — það er Berta. — Og þá verð ég einsömul eftir“-
„Einsömul? — Þú hefur þó alt þitt fólk eftir og kunn-
ingja þína — og mig!“
„Mg! — Nei, þú ferð einmitt burt með farfuglunum >
haust — bráðum! —• Ég veit það. Ég finn það á mér. — Ég
hef vitað það lengi, lengi! — En þú hefur altlrei sagt það!“
„Nei, ég veit það liklega varla sjálfur! — Ég er eins og'
vindurinn i biblíunni!“
„Já, en ég veit það! — Þú ferð burt — og Berta deyr, og
— ég verð alein eftir í galtómum heiminum. — Berta er
einasta — einasta vinkonan mín. — Og þú ert einasti pilt-
urinn, sem — sem hefur skilið mig — og vakið gróður í
sál minni“.
. „Þakka þér fyrir, Svallaug! Þá hef ég margs góðs að minn-
ast, þar sem þú ert. Þú kemur til að fylgja mér langt út i
lieiminn. Ódauðleg endurminningin um þig!“
„Heldurðu það? — Heldurðu að endurminningin verði þér
tryggari förunautur heldur en ég sjálf? — Og ekki fæ ég —
get ég fvlgt þér út í heiminn! — É^g er bundin í báða skó
hérna milli fjallanna". —
„En það hafa ætíð verið þín ljúfustu bönd, Svallaug".
„Ég hef verið svona krakki hingað til. Ekkert annað! —
En nú er ég orðin fullorðin. — Og nú er alt svo dimt og dap-
urt. — Ég held, að ég hafi ekki séð sólina í alt sumar, Bjarni!“
„Hamingjan góða, Sválíaug, goðborna Helíos-dóttir! Þú,
sem ert sólskinið sjálft í sál og eðli! — Þú mátt ekki syrgjíi
svona sárt og þungt. Þú, sem átt alt lífið framundan, æsku,
hreysti, fegurð og hamingju !“
„Syrgja? — Já, jú, auðvitað syrgi ég afskaplega — Bertu-
—• En hvað stoðar mér alt þetta — alt lífið, eins og þú segir-
— Það er ekkert líf! Sólin er ekki björt framar. Hlíðarnar
hérna eru ekki grænar. Bjöllurnar syngja ekki framar
gleðisöngva í eyrum mínum. Hljómur þeirra er núna glóandi
málmtár, sem falla eins og elddropar á hjarta mitt!