Eimreiðin - 01.04.1937, Blaðsíða 38
158
ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
EIMREIÐIN
Matthías gekk þess ekki dulinn, að sumum af hinni eldri
kynslóð mundi mislíka andi realismans, enda hafði það komið
á daginn í þvi, sem Gröndal ritaði út af Verðandi.1) I3að var
þó ekki svo mjög Verðandi sjálf, sem Gröndal vítti: »Mér
þykir margt í henni mæta-fallegt; ég furða mig á þeim form-
lega styrkleik í máli og meðferð, sem þar kemur víða fram«.
En grein Jónasar Jónassonar í Pjóðól/i um Verðandi, ideal-
ismus og realismus, hafði snortið hann illa. Sannleikurinn
var sá, að Jónas hafði byrjað á að jafna Verðandi til Norður-
fara, en gleymt að minnast á Gefn og aðrar bækur, sem
Gröndal hafði sent heim frá Höfn — og hér þótti Gröndal
gengið á sinn rétt. I öðru lagi setti Jónas mjög á oddinn
mismuninn milli liins forna idealisma — svo kallaði hann
rómantíkina — og hins nýja realisma. En Gröndal voru þessi
hugtök tamari l'rá eldri tímum, þar sem þau höfðu að sumu
leyti þveröfuga merkingu við það, sem nútíðin vildi láta þau
gilda.2) I augum Gröndals var liinn nýi realismi lítið annað
en materialismi og atheismi; en greinargerð Jónasar þótti
honum bera keim fáfræði og nærsýni í andlegum efnum.
Þegar Jónas svaraði enn fyrir sig, brá Gröndal á sína venju-
legu gandreið:3) »Annars nenni ég ekki að eiga við menn,
sem ekki þekkja annað en danskar skruddur . . ., ekkert vit
hafa á því, sem þeir eru að tala um. »Du præker i en Lygte«,
sagði Holberg; það mun hentast að bregða fyrir sig dönsk-
unni, þegar svona stendur á! Ég vil ekki óska fagurfræðing-
inum annars en góðs, ég óska að hann dansi »Skarphéðins-
GaIopade« »gleitend« ofan eftir Parnassus í »Storminum« á
»æsþetisku«, húrrandi og hringjandi með Ibsen, Björnson,
Kielland, Ebers, Heyse og Gjellerup«. — Og þó að þessari
deilu lyki að sinni, þá lifði lengi í kolunum og blossaði upp
við og við, eins og t. d. þegar Hannes Hafstein liélt fyrir-
lestur sinn um realismann 14. jan. 1888 og Gröndal svaraði.4)
1) ísafold 10. og 15. júlí 1882.
2) Virðist liann leggja i þau svipaða merkingu og Heiberg gerði i
Danmörku, sbr. Petersen-Andersen, Dansk Literaturhistorie 4. bd., bls. 362.
3) ísafold 5. ágúst 1882.
4) Sjá Ymislegt, fyrirlcstnr, leikur, fcrðasaga eftir Ben. Gröndal, Rvík,
horst. Gíslason, 1932.