Eimreiðin - 01.04.1937, Blaðsíða 44
164
ÞAÐ, SEM HREIF
EIMREIÐIN
Hún starði á raig, svo dimmroðnaði hún og liló, sneri sér
frá mér á hæli — var horfin.
Á vökunni komum við inn úr snjókastinu. Þá situr Re-
bekka úti í horni við eitthvert kvennafitl, afskaplega niður-
sokkin, sýnist mér, búin að liafa fataskifti, hefur sett upp á
sér hárið og er vandlega púðruð. Augun djúp og glampandi.
Ketlingur leikur sér á gólíinu að tvinnakefli. Eg lít á Re-
hekku, hún á mig. Svo setur hún upp mesta þóttasvip.
— Kis, kis! Hún leggur frá sér verkefnið og grípur ketling-
inn, leggur hann undir vangann, strýkur hann og gælir við hann.
— Þessi elska, segir hún. Gus, gus minn. Elskulegi gus,
gus minn.
Ég hugsa: Er Rebekka svona mikill kattavinur? Ég liafði
aldrei orðið var við það fyrri. Svona getur hún verið blíð í
sér. Ætli hún sé að koma því að? Nei, auðvitað ekki. Rara
þörf, bara einhver þrá að vera góð við eitthvað, þó ekki sé
annað en ketlingur.
Mér er engin launung á því. Alt kvöldið er ég að hugsa
um það, hvað hún gat orðið blíð og unnustuleg með þennan
loðna ketling undir vanganum.
Tvo daga er hún óttalega stutt í spuna og þrjózkuleg.
Og þriðja daginn er hún enn svona. Þá segi ég við liana
einu sinni í eldhúsinu, svona rétt til að ná mér svolítið niðri:
— Hin lieitir Rúna, en ég kalla hana oftast Lilju, eða
bara liljuna mína.
— Hin! Hún hló storkandi. Er það nú vizka og speki.
En af því þú virðist ekki vita það, er bezt að ég segi það
hreint út: Þér er bezt að sleppa mér af listanum, Jóhannes,
draga mig frá, þegar þú telur saman á íingrum þínum þitt
kunningja-kvenfólk gamalt og nýtt, af þeirri einföldu ástæðu,
að þar á ég ekki heima.
Um kvöldið er hún afsltaplega þur og drembileg og lítur
aldrei á mig alla vökuna. En ég tek eftir öðru. Hún er
alt í einu orðin fjarska hlýleg við vetrarmanninn. Þorbjörn
hét hann. Er alt öðruvísi við liann en vanalega. Einu sinni
segir hún:
— Þú tekur inn með mér þvottinn í kvöld. Ætlarðu ekki
að gera það, Þorbjörn minn?