Eimreiðin - 01.04.1937, Blaðsíða 28
148
ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
EIMREIÐIN
Hannes Þórður Iiafstein, Jón Jakobsson og Jónas Jónasson.
í þriðja belck A voru meðal annara Skúli Thoroddsen og
Bertel Eðvarð Ólafur Þorleifsson, Húnvetningur eins og Einar.
1 þriðja bekk B voru þeir Finnur Jónsson, Geir T. Zoega og
Páll J. Briem, en í fjórða belck voru meðal annara Þórliallur
Bjarnarson, Magnús Helgason og Jón Þórarinsson. Á skóla-
árum Einars bættust svo í hópinn meðal annara 1876: Jón
Stefánsson og Jón Þorkelsson, 1877: Ólafur Davíðsson og
Hannes Þorsteinsson í annan bekk, en Klemens Jónsson,
Þorsteinn Erlingsson, Valtýr Guðmundsson og Sigurður Hjör-
leifsson, bróðir Einars, í fyrsta bekk. Það haust var Einar
annars svo lasinn af augnveiki, að liann varð að bregða sér
til Kaupmannahafnar til þess að la bætur.
Þessi lisli þarf engrar skýringar við, því þótt nær allir
þessir menn séu nú komnir undir græna torfu, þá veit livert
íslenzkt mannsbarn deili á þeiin. Hitt væri merkilegt að vita,
að hverju leyti vinátta eða andúð Einars til þessara manna
á skólaárunum markaði afstöðu hans til þeirra síðar á æii
lians. Um það er mér ókunnugt, en benda má þó á það, að
auk þess sem Sigurður, bróðir Einars, er sambekkingur
Valtýs Guðmundssonar, þá eru þeir bræður og Valtýr sveit-
ungar; gæti það með öðru skýrt stuðning Einars við val-
týskuna síðar.
Utan skólans kyntist Einar ineðal annars við Matlhías
Jochumsson, er þá var ritstjóri Þjóðólfs. Getur Einar þess,
að hjá Matthíasi liafi hann orðið var þungrar aðstöðu við
hina nýju stefnu, realismann, er þá var þegar farið að
brydda á í bókum, er lil íslands bárust. Las Einar á síðari
árum sínum í skóla Det Í9. Aarhundrede, tímarit þeirra bræðr-
anna Brandes, og eitthvað af Hovedströmninger i det 19. Aar-
liundredes Literatur eftir Georg Brandes.1) Vera má, að kunn-
ingsskapurinn við Matlhías hafl leitt til þess, að fyrsta »saga«
Einars, »Orgelið«, var birt í Pjóðólfi.2) Sú saga er að vísu
ekki merkileg, en í henni er þó sagt frá átökum gamla og
nýja kirkjusöngsins, ásamt bollaleggingum karlanna um það
að útvega annaðhvort harmoníku(!) ellegar orgel í kirkjuna-
1) Sjá »Matthías Jochumsson, ræða«, Skírnir 1921, 95: 5—13.
2) Þjóðólfnr l(i. okt. 1880 — 23. mai 1881.
*
f