Eimreiðin - 01.04.1937, Side 93
eimheiðin
NVIR HEIMAR
213
af veröldinni, var komin dýrleg vera, meira en ung, ímynd
æskunnar sjálfrar, guðdómlega fögur, brosandi eins og barn,
með vitsmuni allieimsins glampandi í augunum. A grált liárið
Var kominn gullsliturinn, sem morgunsólin leggur á fjallabrún-
lrnar. Dökt og snjáð sjalið var orðið að skínandi töfraskikkju,
likastri tærasta bergvatnsfossi, tindrandi í sólarljósinu.
Var þetta lengi?
Hann vissi það ekki. Hann vissi ekki, hvort það var eitt
aagnablik eða eilífðir. Tíminn var ekki annað en hlægileg
hlekking. Jarðneskir blutir voru hillingar hégómans.
Hann hafði séð eitthvað af þessari konu, eins og hún var í
raun og veru. Hann hafði sé glampa af dýrð mannssálarinnar«.
Mannkynið er enn á bernskuskeiði og löng og eríið þroska-
leið framundan. En tíminn er nægur af því að vér vitum,
að vér eigum dýrðlega tilveru í vændum, ef vér leitum að-
eins réttlætisins og þeirrar hjálpar, sem stendur hverjum og
einum til boða frá uppsprettu lífsins. Þessi lijálp er veruleiki.
Vér verðum hennar aðnjótandi, ef vér leitum hennar, en
henni er aldrei þröngvað upp á oss. Engin verðmæti fara
l°rgörðum í liinu mikla völundarhúsi tilverunnar, og þar eru
margar vistarverur. Þeir, sem á undan oss eru farnir og hafa
starfað hér og þjáðst, halda áfram að vera meðlimir þeirra
'oldugu herskara, sem berjast fyrir viðreisn, sem reisa fallna
°g vaka yfir þeim, sem vansælir eru og einmana. Allir lúta
Þeir hinum æðstu máttarvöldum, sem eru æðri öllum skiln-
lngi, en starfa eftir sínum eilífu lögmálum, sem vér að vísu
ekki skiljum, en viðurkennum fúslega. Örlög einstaklingsins
eru undir lionum sjálfum komin að miklu leyti. Örlög mann-
kynsins eru undir oss komin öllum, sem nú lifum á þessari
J°rð, og þeim, sem hér liafa lifað á undan oss. Takmarkið
er að skapa guðsríki á jörð, þessari dásamlegu og fögru jörð,
sem veitir oss vist til þess að læra lexíu þá, sem aðeins verður
numin hér. — Og þegar þessari jarðvist lýkur, heldur förinni
ufram inn í nýja og enn fegurri heima, þar sem oss er ætlað
'’nieira að starfa guðs um geim«. Slíkur er boðskapur þeirrar
hfsskoðunar, sem yngsta kynslóðin er sem óðast að gera
að sinni.