Eimreiðin - 01.04.1937, Qupperneq 63
eimreiðin SJÁLFSTÆÐI ÍSLANDS OG SAMBANDSLÖGIN
183
fyrirkomulag gæti komist á meðal allra ríkja, og að það tæki
við af ofbeldinu. Þótt þetta eigi nokkuð langt í land, þá er
þó ekki til neitt, sem eins fylgir réttlætisreglu í meðferð
deilumála og um leið fullu tilliti til allra sér-ástæðna aðilj-
anna. Samt er »hnefinn« enn þá víða rétthærri, þegar heildir
deila, félagsheildir, stéttaheildir, þjóðaheildir, þrátt fyrir alla
svo nefnda menningu. (Um einstaldinga og þeirra ágreinings-
mál gilda alment hinir reglulegu dómstólar). — Til tals kom
Það við sáttmálsgerð Dana og íslendinga 1918, að ágreinings-
mál og misklíðar yrðu lögð fyrir alþjóðadómstólinn í Haag
(í Hollandi) — sem er fastur gerðardómur milli ríkja, eins
°g menn kannast við (m. a. af hinu fræga dansk-norska
Þrætumáli um Grænland fyrir fáum árum); en það þótti þá,
alveg réttilega, alt of viðamikið, því að þau ein mál var lík-
íegt að upp kæmu milli þessara þjóða, Dana og íslendinga,
að útkljá mætti með auðveldara (og ódýrara) hætti, sem sé
eins og sambandslögin sniðu það. Og reynslan hefur líka
fram að þessu — á liðnum 18 árum — verið sú, að ekkert
mál, ekkert atriði, hefur í sambandsmálunum verið þann veg
um þrætt, að ekki hafi orðið jafnað, og þannig aldrei komið
dl enn, að hinn dansk-islenzki gerðardómur þyrfti að taka
t’l starfa. Enda er ekki nema gott eitt um það að segja. —
Liðinn tími er vitanlega reynslutími, sem ber að læra af
°g einnig notfæra sér á réttan hátt. Og næsta grein laganna
hendir til þess. í henni eru örlög sambandsins slcöpuð.
18. (jr. segir alt um það, hvað verða má síðar —, en það
ei' endurskoðnn og uppsögn samningsins (sambandslaganna).
0 í fyrsta lagi: Eftir árslok 1940 getur Alþingi (og Ríkisþing
Oana, hvort um sig) krafist þess, að gangskör sé gerð að
endurskoðun laganna.
-) í öðru lagi: Eftir 1943, eða 3 árum eftir endurskoðunar-
kröfu, ef ekki hefur leitt til nýs samnings, má segja upp
sambands-samningnum (fella lögin úr gildi), undir vissum
kringumstæðum.
Við 1. Endurskoðun. Þá á að sjálfsögðu að færa fram af
A°rri hálfu alt það, sem reynslan hefur sýnt, að betur mætti
fara á annan veg en verið hefur. Ef gera ætti nýjan sátt-
mála, þ. e. endurnýja hinn núgildandi á einn eða annan hátt,