Eimreiðin - 01.04.1937, Blaðsíða 32
152 ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN eimreiðiK
(
hraustara blóð. — »A þessum árum«, segir Einar um hann,1)
»lét hann stundum dag eftir dag rigna yfir okkur vini sína
ljóðum, sem okkur fundust merkilegir viðburðir i bókmenta-
sögunni og voru það líka . . .« En — »snild hans hafði
nokkuð lamandi áhrif á suma okkar. Hann orti svo vel, að
þeir höfðu ekki lengur ánægju af að yrkja sjálfir . . . Svo var
það að minsta kosti um þann, er þetta ritar«.
Allir höfðu þeir félagar fengist við að yrkja. Kvæði eftir
Gest höfðu komið í ísafold og Pjóðól/i (1874—81). Bertel
hafði birt nokkur kvæði og þýðingar í Nönnu og Sknld (1881).
Og þeir Hannes og Einar höfðu átt sitt kvæðið hvor í sama
íyóðóZ/s-blaðinu.2)
Allir fylgdu þeir kenningu Brandesar með aðdáun. Það
frelsi andans, sem hann boðaði, féll hjá þeim í frjóa jörð.
Danir gátu ekki fyrirgefið Gyðingnum skort hans á tilhlýði-
legri þjóðrækni, er hann sýndi þeim fram á, hve mjög þeir
hefðu orðið aftur af andans stórmennum álfunnar. En ís-
lendingum varð þeim mun betur við hann sem Danir höt-
uðu hann meira. Þeir Bertel og Hannes þektu Brandes per-
sónulega, og einkum hafði Brandes miklar mætur á Hannesi
sökum gáfna lians og glæsimensku.3) Ræddi Brandes við
liann um áhugamál sín og hina ungu liöfunda á Norðurlönd-
um, en Hannes sagði honum líðindi af íslandi og bar land-
inu svo vel söguna, að Brandes varð mikill vinur íslendinga,
enda virti hann fornbókmentirnar að verðugu.
Einar þekti Brandes ekki persónulega, en bækur hans las
hann, og á fyrirlestra hans hlustaði hann því nær alla, þau
árin, sem þeir voru samtímis í Höfn. En Brandes hafði komið
heim úr útlegð sinni á Þýzkalandi vorið 1883 og tekið til að
halda fyrirlestra, meðal annars um Holberg og samtíð hans.
Kjarninn í kenningum Brandesar var frelsi einstaklingsins.
Ekki aðeins þjóðfélagslegt frelsi, þar sem konur, eigi síður
en karlar, áttu að njóta fullra mannréttinda, heldur fyrst og
1) E. H.IÍvaran: xRitdómurum LjóöabókH. Hafsteins«,Lögrétta 5.dez. 1916.
2) Pjóðólfur 21. maí 1880. Kvæöi Einars hét »Djákninn á Myrká« (lsl.
þjóðs. og æfmtýri I., bls. 280), kvæði Hannesar: »Ásta« (minnir á Runeberg).
3) Sjá E. H. Kvaran: »Georg Rrandes og lslendingar«, ísafold 7. marz
1927 og grein H. Hafstein um Rrandcs i Heimdalli 1884, bls. 34—37.