Eimreiðin - 01.04.1937, Blaðsíða 41
kimheiðin
^að, sem hreif.
Smásaga eftir Bjartmar Guðmiindsson.
Hún heitir Rebekka. Ég heiti Jóhannes.
Ég elskaði hana í liittiðfyrra í heilan mánuð — og lengur
Þó — fyrir jólin.
Ég var mesti unglingur þá, ekki nema 22ja ára. Hún var
23ja>
svo allir sjá að liún var ekki orðin neinn viðvaningur,
stúlkan.
Ég er sunnlenzkur. Hún átti heima hinumegin á landinu.
^8 i heimasveit hennar gerðist ég barnakennari, því ég er
lr>entaður maður, sem þeir.
Ég sá hana fyrst á dansleik, þar sem heitir á Hrafnabóli.
Hg Rebekka átti lílca heima á þessu Hrafnabóli. Ég sá strax
að hún var fögur og fönguleg. Og um miðnættið var ég
kættur að sjá allar liinar í dansinum. Þó gerðist ekkert þá
n°R, nema við dönsuðum víst nokkuð mikið saman, hvern
^ansinn af öðrum, hvern hringinn af öðrum, eins og gengur
°8 gerist, alt af kring um sama núllið.
Eftir fimm vikur fór ég að kenna á Hrafnabóli. Allan þann
^ima hafði fundum okkar aldrei borið saman. — Hrafnaból
er nierkismanns setur. Þar býr oddviti sveitarinnar, Ari. Þar
er kirkjusetur, þó það komi okkar máli ekki við. Þar er
Samkoinuhús, lieil böll. Þar eru bæjarbús betri en annars-
slaðar. Þar er útvarpstæki. Þar er landsími. Þar er ríkidæmi,
Sogðu menn, og rausn og myndarbragur á öllum lilutum og
Qöldi fólks í heimili. Og þar er Rebekka, heimasætan, eins
°8 það var orðað þar í sveit. Það er nú kvenkostur í lagi,
Sa8ði fólkið. Allra bezta gjaforðið í sýslunni, hélt það. Og
'°nd að. Enda veit hún hvað hún má bjóða sér. Sú er nú
ekki að daðra við þennan eða hinn. Nei, ónei. Svona var
0rðrómurinn. Þetta var, sko, úti í sveit, og fólkið bjargaðist
e°n við gömul orð og úrelt, í stað þess að við í bæjunum
niundum segja: pen og hugguleg og önnur fín orð, svo sem
^eliri og joll eða eitthvað enn betra. — Helzt væri það, ef.
11