Eimreiðin - 01.04.1937, Qupperneq 30
150
ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
EIMREIÐIN
kenna mönnum náttúruvísindi1) í stað forneskjunnar, enda
ber Sjálfsfrœðarinn (1889), sem þeir Björn Jónsson og liann
gáfu út, vott um þessar liugsjónir lians. Vorið 1878 (6. april)
flutti Skuld smágrein um Brandes og ofsóknir Dana við hann,
en rúmu ári síðar (12. dezember 1879) birtist í sama blaði
kaflinn um sannleikann (úr Hovedströmninger II : 245—4ö).
Alt voru þetta eflaust nytsamar bendingar ungum mönnum
og námfúsum. En þar við bættist, að Jón hafði sjálfur reynt
að skrifa sögur, og þótt Hefndin, bin lyrsta tilraun hans
(Rvík 1876), væri fyrir neðan allar liellur, þá var Eyvindur,
sem kom í Nönnu l— III (Eskiíirði og K.höfn 1878—1881)
alls ekki slæm saga og gat vel verið hinum yngri mönnum
hvatning og fyrirmynd. En Eyvindur er saga ungs manns,
er missir unnustu sína sökum fylgis hans við nýjar trúar-,
eða réttara sagt, vantrúar-skoðanir, en vinnur síðan trúna á
ný í frjálsum ástum við »emanciperaða« ameríkanska konu.2)
Eftir þennan útúrdúr um Jón Ólafsson er liezt að víkja
sögunni til Iivorn eiðinn á ég uð rjúfa? Þótt sagan sé mjög
viðvaningsleg, eru auðsénar miklar framfarir frá »Orgelinu«.
En það er merkast um söguna, að hún tekur til meðferðar
félagslegt viðfangsefni (hjónabandsmálin) og leysir það sam-
kvæmt frelsis-hugsjónum tíðarandans. Ungur piltur lær ást á
stúlku, sem er talsvert eldri en liann, og sver henni æíilanga
ást og trúnað. En hún lætur hann líka sverja sér að gil'tast
sér ekki, nema hann elski hana. Síðar fær hann ást á ann-
ari stúlku og kemst þá í bobba, hvorn eiðinn hann eigi að
rjúfa. Auðvilað heldur þessi forláta-kærasta lians að honum
hinum síðari eiðnum, þrátt fyrir mótspyrnu foreldra þeirra
heggja.
Einn af aðal-göllum þessarar sögu var mergleysi persón-
anna, enda var að því fundið. Jón Ólafsson tók svari Einars,
sem þá var á förum til Kaupmannaliafnar.3)
1) Slculd 3. nóv. 1877 (Náttúruvisindin og almenn mentun, að nokkr11
leyti eftir »Das Ausland«).
2) horsteinn Gislason getur þess fjTstur manna i grein sinni »Um rit-
dóma og ný kvæði«, Sunnanfari 1894, III: 09, að Jón bæri að telja fyrsta
realista á íslandi.
3) Sjá Norðanfara 22.febr. 1881 (eftirabc) og svar Jónsi Skuld 21.mail88l-