Eimreiðin - 01.04.1937, Side 80
200
NYIR HEIMAR
eimreiðin
Það er þjóðareinkenni að forðast kreddunnar farg, velta
því af sér, eða helzt að láta það aldrei ná nokkurs fanga-
staðar á þjóðlífinu. Það þjóðareinkenni er dýrmætt. Vér erurn
aðeins háðir »ismunum« meðan vér erum að átta oss á þeim.
Þegar litast er um í lieimi íslenzkra bókmenta nútímans,
eða síðan rómantíkin frá dögum Bjarna og Jónasar, og þar
næst realisminn frá tímum Gests Pálssonar og annara »Verð-
andi«-manna, hætti að vera mælisnúra og fyrirmynd í skáld-
skap og list hér á landi, má greina áfrarn tvo megin-strauma,
sem eru jafn-ólíkir hvor öðrum eins og hin gamla rómantík
og realismi voru á sínum tima. Helztu einkenni annars þess-
ara tveggja megin-strauma í nýíslenzkum bókmentum er ofur-
mat vitsmunanna, liinnar hagrænu hugarstarfsemi heilans,
kaldræn efnishyggja, sem metur skynheiminn og líkamlegar
þarfir manna meira en alt annað, en sálina, ef hún er þá
viðurkend, sem einskonar úrelt líifæri á borð við botnlangann,
sem helzt beri að gefa sem minstan gaum. Samkvæmt barna-
lærdómsbók þessarar bókmentastefnu eru það ekki hin æðri
sálaröfl, göfgi hugans, trú né siðgæði, sem mest veltur á í
lífinu, heldur hagnýt reynsluþekking, kænska, árvekni og
dugnaður að koma sér áfram, lielzt þó á lieiðarlegan hátt.
En hið sálræna í eðli manna má ekki verða mjög að um-
talsefni. Á tímum vélamenningar og verklegra framfara þykir
of mikið skraf um sálina næsta barnalegt og óviðeigandi.—
Vér könnumst við tóninn frá eldri rithöfundum erlendum,
sem hafa náð nokkurri hylli liér á landi, svo sem frá Mau-
passant, náttúruhyggju hans og hentistefnu, í ritum eins og
»Bel-Ami« o. fl., frá Zola og ýmsum fylgjendum hans, o. s. frv.
Áhrif skörungsins Georgs Brandesar verða mikil um eitt slceið
einnig hér á landi, en sjálfur verður liann einmitt fyrir mikl-
um áhrifum frá franskri listfræði. Blind trú lians á náttúru-
vísindin, hin neikvæða gagnrýni hans, sem endaði á mis-
hepnaðri tilraun til að sanna, að höfundur kristinnar trúar
hefði aldrei verið til, — og boðskapur lrans um, að listin og
bókmentirnar séu hvorttveggja takmark, en ekki tæki í þágu
hinna æðstu hugsjóna (»l’art pour l’art«-kenningin), liefui'
ásamt fleiru orðið til að bæði hann og ritverk lians liafa
fallið fljótara í gleymsku en vænta hefði mátt um annan eins