Eimreiðin - 01.04.1937, Side 34
154
ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
EIMREIÐIN
an IjTsing höfuðpersónanna eftir þeirri »kokkabók;« lát
höfuðpersónurnar, sveininn og mærina, vera gæddar öll-
um almennum rétttrúaðra manna mannkostum; tak dálitla
ögn af hreyskleika og lilanda því við. Tak síðan einn eða
tvo »vonda menn«, sem geti komið því illa til leiðar, sem
nauðsynlegt er í sögunni til að vekja meiri meðhug með
höfuðpersónunum, til að afsaka hreyskleik þeirra og láta
mannkostina ljóma enn skærara við þessa mótsetning; lát
þessar »vondu« persónur baka höfuðpersónunum mátulega
mikið böl til þess, að lesandinn verði spentur og fái dálítinn
lijartslátt og að honum finnist eins og stórum steini létti af
hjartanu á sér, þegar einhver góður »skolli« kemur úr ein-
hverjum blessuðum »sauðarleggnum« og leiðir höfuðpersón-
urnar farsællega i hjónarúmið. — Hver kannast ekki við
þessa forskrift? Og liver hrósar ekki súpunni, sé hún soðin
eftir henni?«
Eins og Jón fyrirlitu liinir ungu realistar, Gestur Pálsson
og Einar Hjörleifsson, þessa forskrift, og eigi aðeins hana
sjálfa, heldur miklu l'remur þá léttkejTptu ljósu lífsskoðun,
sem lá að haki lienni. Ekki svo að skilja, að þessir ungu
sannleiksleitendur köstuðu sinni innprentuðu barnatrú og sið-
gæðum á öskuhauginn umhugsunarlaust. Að því er Einar
ætlar, hugsaði Gestur miklu meira en hann talaði um trúmál.1)
Tæplega mun Bertel E. Ó. Þorleifsson hafa farið varhluta
af kveljandi efasemdum um tilgang þessa lífs, að öðrum
kosti mundi hann ekki hafa fyrirfarið sér í blóma aldurs
síns. Og líklega hefur hin fræga spurning Einars: »En er
nokkuð hinumegin?« verið nokkuð rík í hug hans, jafnvel
á Hafnarárunum. Af þeim félögum er Hannes Hafstein lík-
legaslur til að hafa hrotið af sér alla ljötra liins gamla.
Hann mun hafa verið heill í lífsnautn sinni, heill í vantrú
sinni og sannleiksleit. Hann einn elskar storminn og stríðið,
er sópar burl gömlum fauskum, en stælir krafta æskunnar.
Ekki æðrast hann heldur, þótt kirkjan brenni, meðan menn
gral'a lil gulls sannleikans í fornum liaugum. Og hann liikar
ekki við að stinga á sápubólum hinna stóru orða: »Orð, orð
l) E. H. Kvaran: »Um Gest Pálsson« i Gestur Pálsson: Rilsafn 1927,
bls. 29.