Eimreiðin - 01.04.1941, Side 18
EIMREIÐIN
Við þjóðveginn.
30. júní 1941.
Það var hátiðlegur blær yfir neðrideildar-sal alþingis að-
faranótt hins 17. niaí í ár, er umræður fóru fram í sameinuðu
þingi um 3 þingsályktunartillögur í sjálf-
Tveir merkisdagar stæðismáli þjóðarinnar. Samkomulag um
í sögu íslands. tillögur þessar mun að mestu hafa verið
tryggt orðið innan flokkanna, áður en þær
voru teknar til umræðu í þinginu. Þó voru sumir þingmanna
ekki ánægðir með orðalag þeirra, eins og kom fram í umræð-
unum, fannst orðalagið ekki nógu ákveðið, tækifæri til undan-
halds og undanbragða gætu leynzt milli línanna. Þessir þing-
menn notuðu því timann til að lýsa yfir þeirri skoðun, að
tillögurnar, eins og þær voru samþykktar af þinginu, hvorki
mættu né ættu að g'efa nokkurt slíkt tækifæri í framkvæmdinni.
Allar þrjár þingsályktunartillögurnar voru bornar fram af
fimmveldisstjórninni (þjóðstjórninni), sem nú situr. Fyrsta
og þriðja tillagan voru samþykktar með 44 samhlj. atkv., en
sú önnur í röðinni með 38 atkv. gegn 3. Með þeim mikilvægu
ákvörðunum, sem teknar eru með þessum þrem þingsálykt-
unum, er samþykktardagur þeirra, þjóðhátiðardagur Norð-
manna, 17. maí, einnig orðinn merkisdagur í sögu íslenzku
þjóðarinnar.
Samkvæmt annarri í röðinni þessara þriggja ályktana var
svo 17. júní í ár kjörinn ríkisstjóri al' alþingi. Athöfn þessi,
sem fram fór í sameinuðu þingi á 130. afmælisdegi þjóðhetj-
unnar Jóns Sigurðssonar, fór einnig fram með hátíðlegum
hætti. Alþingi kjöri Svein Björnsson, fyrverandi sendihérra
íslands í Kaupmannahöfn, til þess að vera fyrsta ríkisstjóra
íslands frá 17. júní 1941 til jafnlengdar 1942. Var hann kjör-
inn til starfsins með 37 atkv. af 44, sem um var að ræða, og
flutti síðan mjög veigamikla og athyglisverða ræðu í þinginu,
en bæði henni og kosningarathöfninni var útvarpað til lands-
manna. Þannig hefur 17. júní enn á ný aukizt gildi og mikil-
vægi sem merkasta minningardegi þjóðarinnar og ætti héðan