Eimreiðin - 01.04.1941, Side 26
EIMREIÐIN
Fórnarlund og auðsótti.
Nýlega las ég einhvers staðar nijög eindregna aðvörun til
þjóðarinnar um að safna ekki meira en orðið væri innstæð-
um í Englandi, þar sem innieign landsmanna þar mvndi vera
orðin um 100 millj. króna og ekki á þau ósköp bætandi lengur.
Eg man nú ekki, hvort greinarhöfundurinn minntist nokkuð á,
að landsmenn skulduðu nokkuð erlendis á móti þessari inni-
eign þar, eða gleymdi því. En hann hafði áhyggjur út af riki-
dæmi íslendinga — og þær miklar. Síðan hef ég orðið var
fleiri radda í sama tón. Loksins kom að því, að íslendingar
yrðu of ríkir! Sjálft alþingi virðist jafnvel hafa fengið ónota-
beyg af ríkidæminu, því það hefur hækkað útgjaldaliði fjár-
laganna frá því sem var, þegar fjármálaráðherrann lagði frum-
varpið fyrir þingið, og afgreitt þau með meir en 800 000 króna
tekjuhalla. Víða gætir nú meiri eyðslu en áður. Sparnaðarand-
inn hefur ekki verið ríkur með þjóðinni undanfarið, enda for-
dæmin að óhófseyðslunni nægileg frá hæstu stöðum, og „hvað
höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist ]>að“. Enn sýnist
eitthvað meira við þurfa en reynsluna frá eftirstríðsárunum
1918—1980 til þess að kenna mönnum að gæta hófs. Því nú
er viða lifað hátt og látið vaða á súðum, meðan nágranna-
þjóðirnar spara allt við sig, sem unnt er og jafnvel meira en
það.
Það skal fúslega játað, að sá, er þetta ritar, er enginn fjár-
málasérfræðingur, heldur leikmaður í þeim fræðum. En það
virðist ekki þurfa sérfræðinga til að sjá, að í stað þess að óttast
um 100 millj. lcróna innieign erlendis, eins og vart hel'ur
orðið, ætti það að vera sjálfsagt markmið okkar að eiga marg-
falda þá upphæð inni erlendis, um það er þessari styrjöld
lýkur. Gerum ráð fyrir, að þetta tækist og að íslendingar ættu
inni í styrjaldarlok upphæð, sem t. d. svaraði 40 milljón-
um sterlingspunda. Slíkur varasjóður gæti komið í veg fyrir,
að við neyddumst til að taka hvert stórlánið á fætur öðru
með hörðuin kjöruin, þegar erfiðleikar eftirstríðsáranna taka
við, eins og við urðum að gera eftir síðustu heimsstyrjöld.