Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1941, Side 28

Eimreiðin - 01.04.1941, Side 28
140 FÓRNARLUND OG AUÐSÓTTI EIMREIÐIN vill þeim verða rórra innanbrjósts, sem nú hafa áhyggjur út af innieign landsmanna, ef einhver er orðin, hjá þessum skuldu- naut og telja hana ver komna þar, sem hún er, en að hafa hana í handraðanum heima, að hætti búranna gömlu. Skal því gerð tilraun til að lýsa því, þótt aðeins í höfuðdráttum sé og margt skorti á í þessu stutta máli, að sú lýsing sé alhliða. Styrjöld er það langkostnaðarsamasta fyrirtæki, sem nokk- urt ríki getur í ráðizt. Til þess að standast þann kostnað verð- ur ríkið fyrst og fremst að fórna innstæðum sínum erlendis, ef einhverjar eru, og gullforða sínum að meira eða minna leyti, síðan taka lán og leggja á þegnana nýja skatta. Auk þess getur ríkið aukið vald sitt yfir vinnuafli og eignum þegnanna með lánsfjársköpun. Skattaukning, lántökur og lánsfjársköpun eru venjulegu aðferðirnar til að afla nauðsynlegrar framleiðslu til styrjaldarþarfa. Fyrstnefnda leiðin, að eyða innstæðum sín- um erlendis og selja gullforða sinn þangað, heyrir fremur tit undantekninganna, þar sem þetta hvorttveggja er ekki nærri allt af fyrir hendi. En hjá Bretum er þetta tvennt mikilvægur liður i styrjaldarkostnaðinum. Ef ríkið er fært um að fara þessa leið, íþyngir það ekki þegnunum á meðan. Þegar t. d. brezka stjórnin borgar hergögn frá Bandaríkjunum með því að selja einhvern hluta af gullforða sínum eða innieignir sínar erlendis, þá er hún að auka hergagnabirgðir Breta án þess að við það rýrni sú framleiðsla, sem fer í þjóðarinnar þágu. Her- gagnabirgðirnar eru þá aðeins viðbót við tekjur þjóðarinnar, greidd með ávísun á höfuðstól hennar. Fyrsta styrjaldarárið í þessum ófriði nam sú upphæð 400 milljónum sterlingspunda, sem Bretar greiddu á þennan hátt upp í útgjöld ríkisins, eða sem svarar nál. % allra litgjalda brezka ríkisins það ár. Næsta leiðin fyrir ríkið til að standast styrjaldarútgjöldin eru lántökurnar. Það fær að láni hjá þegnunum þá upphæð, sein þeir geta sparað við sig, eða einhvern hluta hennar. Sá, sem þannig lánar t. d. 100 kr. af tekjum sinum, með því að spara við sjálfan sig söniu upphæð, hefur með þvi afhent ríkinu 100 króna virði í vinnukrafti og hráefnum til hernaðarþarfa. Slikar lántökur verða því aðeins framkvæmdar þjóðarheild- inni að skaðlausu og koma því aðeins að raunverulegu liði við rekstur stvrjaldar, að þjóðin spari við sjálfa sig þá sömu upp-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.