Eimreiðin - 01.04.1941, Síða 28
140
FÓRNARLUND OG AUÐSÓTTI
EIMREIÐIN
vill þeim verða rórra innanbrjósts, sem nú hafa áhyggjur út af
innieign landsmanna, ef einhver er orðin, hjá þessum skuldu-
naut og telja hana ver komna þar, sem hún er, en að hafa
hana í handraðanum heima, að hætti búranna gömlu. Skal því
gerð tilraun til að lýsa því, þótt aðeins í höfuðdráttum sé og
margt skorti á í þessu stutta máli, að sú lýsing sé alhliða.
Styrjöld er það langkostnaðarsamasta fyrirtæki, sem nokk-
urt ríki getur í ráðizt. Til þess að standast þann kostnað verð-
ur ríkið fyrst og fremst að fórna innstæðum sínum erlendis,
ef einhverjar eru, og gullforða sínum að meira eða minna leyti,
síðan taka lán og leggja á þegnana nýja skatta. Auk þess getur
ríkið aukið vald sitt yfir vinnuafli og eignum þegnanna með
lánsfjársköpun. Skattaukning, lántökur og lánsfjársköpun eru
venjulegu aðferðirnar til að afla nauðsynlegrar framleiðslu til
styrjaldarþarfa. Fyrstnefnda leiðin, að eyða innstæðum sín-
um erlendis og selja gullforða sinn þangað, heyrir fremur tit
undantekninganna, þar sem þetta hvorttveggja er ekki nærri
allt af fyrir hendi. En hjá Bretum er þetta tvennt mikilvægur
liður i styrjaldarkostnaðinum. Ef ríkið er fært um að fara
þessa leið, íþyngir það ekki þegnunum á meðan. Þegar t. d.
brezka stjórnin borgar hergögn frá Bandaríkjunum með því
að selja einhvern hluta af gullforða sínum eða innieignir sínar
erlendis, þá er hún að auka hergagnabirgðir Breta án þess að
við það rýrni sú framleiðsla, sem fer í þjóðarinnar þágu. Her-
gagnabirgðirnar eru þá aðeins viðbót við tekjur þjóðarinnar,
greidd með ávísun á höfuðstól hennar. Fyrsta styrjaldarárið
í þessum ófriði nam sú upphæð 400 milljónum sterlingspunda,
sem Bretar greiddu á þennan hátt upp í útgjöld ríkisins, eða
sem svarar nál. % allra litgjalda brezka ríkisins það ár.
Næsta leiðin fyrir ríkið til að standast styrjaldarútgjöldin
eru lántökurnar. Það fær að láni hjá þegnunum þá upphæð, sein
þeir geta sparað við sig, eða einhvern hluta hennar. Sá, sem
þannig lánar t. d. 100 kr. af tekjum sinum, með því að spara
við sjálfan sig söniu upphæð, hefur með þvi afhent ríkinu
100 króna virði í vinnukrafti og hráefnum til hernaðarþarfa.
Slikar lántökur verða því aðeins framkvæmdar þjóðarheild-
inni að skaðlausu og koma því aðeins að raunverulegu liði við
rekstur stvrjaldar, að þjóðin spari við sjálfa sig þá sömu upp-