Eimreiðin - 01.04.1941, Síða 34
146
VEG.4GERÐARMENN
EIMREIÐIN
og ekki veraldarvanir frekar en mæður þeirra, hlaupa fram af
háum bökkum út í ár og vötn. Sauðféð tekur á rás í kippóttum
sprettum. Snýr sér svo við og glápir. Tekur svo sprettinn á ný,
og lömbin þrýsta sér skelkuð fast upp að hlið móðurinnar á
hlaupunum.
Einstöku lífsreynd gamalær stendur framan i menningunni.
Hún snýr sér snöggt við og lemur öðrum framfætinum hart
niður í móabarðið, svo að bylur við, og blæs úr nös. Hún
„hestimerar“ ekki hraðfara menninguna meira en sem svo.
Blátt áfram blæs í hana!-------
Við vegagerðarmennirnir stöndum úti i kvöldkyrrðinni og
lítum upp og niður eftir dalnum. Og einkennileg efablandin
óróakennd gripur okkur. Þetta er ekki sami dalurinn, sem við
komum til í fyrra vor! Þá var hann fagur og þrunginn af
aldagömlum, rótgrónum friði, og ilmandi hreinn eins og ósnert
mey. En nú er hann eins og gleiðstíg, prúðbúin portkona með
galopinn faðminn við hverjum, sem að garði ber.
Þegar við komum hing'að í fyrra vor, urðum við eins og
nýir menn. Ró og kyrrð og friður féll yfir okkur, og löngu
gleymdar hugsanir, kenndir og eiginleikar spruttu í okkur með
nýgræðingnum í móum og mýrum. Kulda- og kæruleysis-
skurnin, sem kaupstaðarlíf og borgarbragur hafði hlaðið á
okkur á veturna, brast nú eins og brumhlífar birkikjarrsins
í hlíðunum, og einhver innri gróður, sem við könnuðumst
varla við, tók að breiða út blöð sin og leita ljóss og yls. Hér
fundum við aftur okkur sjálfa og urðum nýir menn og betri.
Og allt lifið tók stakkaskiptum.
Hér var gott að vera.
En nú er allt gerbreytt! Það er eins og allar hollvættir dals-
ins hafi flúið á brott. Og svipbrigðin eru átakanlega ömurleg.
Nú eru fjöllin kuldalega ópersónuleg ásýndum, hrikaleg og
grimmúðug á svip. Hlíðarnar eru hrjóstur og urðir, og dalur-
inn sjálfur fátæklegur og kostarýr.
Eða erum það við sjálfir, sem höfum breytzt? Er kaup-
staðarskurnin, sem brast utan af okkar betra manni í fyrra,
tekin að myndazt á ný og byrgja okkur sálarsýn? —
Ólafur gamli skakkalöpp spýtir mórauðu, hristir höfuðið og
segir alvarlega: