Eimreiðin - 01.04.1941, Side 38
150
VEGAGERÐARMENN
EIMHEIÐIN
mér eins og hlýr andardráttur jarðarinnar, gagntekur mig,
einkennilega ljúfur og mildur. —
É'g hrekk upp. Eru þetta ljúflingstöfrar — eða hvað? —
Svo ranka ég alveg við mér:
Ég átti að vera fljótur!
Tveim dögum síðar vorum við fluttir í selið, og vegurinn
tók hiklaust strikið inn undir heiðarbrekkurnar. Og þar með
var stefnufestu hans og sjálfstæði lokið. Héðan af varð hann
að sætta sig við að hlýða æðri skipun, i ótal bugðum og stór-
kostlegum stefnuhreytingum, eins og hver annar flokksbundinn
borgari í lýðfrjálsu landi. — —
Fyrsta nóttin í selinu var skuggablá júlínótt. Logn og blíð-
viðri. Veðrið var svo fagurt og gott, að við gengum seint til
hvíldar. Og hérna innst inni i dalbotninum var eins og að
ofurlitið eimdi eftir af friði þeim, sem fyllt hafði allan dal-
inn, er við komum hingað fyrst. — Eða höfðu hollvættir
dalsins flúið hingað til bráðabirgða? -—
Við sofnuðum fljótt, því að allir voru þreyttir. Um miðnætti
hrukkum við upp samtímis í öllum þremur tjöldunum við
það, að á þeim buldi ægileg hríð eins og stórgert og hörku-
stinnt haglél — eða eins og demhu af smámöl væri þeytt úr
hendi alllangt að. \Tið litum út. Þar voru engin veðrabrigði
sýnileg. Himininn heiður og blár. Blæjalogn.
Þetta endurtók sig þrisvar sinnum. í hvert sinn rétt í því,
er við vorum að festa blund. Svo varð allt kyrrt og hljótt.
Við ræddum lítið um þetta daginn eftir. Þetta var svo smá-
vægilegt - og sennilega eðlilegt — að enginn okkar vildi verða
fyrstur til að hefja máls á því. Þó kom það fyrir hvað eftir
annað um daginn, að einhver okkar stakk skóflu í jörð, steig
öðrum fæti fram á blaðhyrnuna, hallaði sér fram á skaftið,
leit spurnaraugum á náunga sinn og opnaði munninn. En er
hinn sneri sér undan og lézt ekkert skilja, ræskti hann sig
sakleysislega, strauk sig um hakið og góndi gáfulega upp í
loftið:
„Hann verður heitur í dag’ um hádegisbilið.“
„Já, hann verður það.“
Og svo var þeim samræðum lokið.