Eimreiðin - 01.04.1941, Qupperneq 39
EIMREIÐIN’
VEGAGERÐARMENX
151
Verkstjóri okkar hafði fjölskyldu sína með sér, konu og þrjú
hörn. Tvo drengi og eina stúlku. Börnin sváfu í litlu tjaldi, sem
a nóttunni var gert áfast við tjald foreldranna.
Næstu nótt um miðnætti kom elzti drengurinn, sjö ára snáði,
skríðandi inn undir tjaldskörina og upp í rúm til foreldra
S1nna. Hann var snöktandi og sýnilega hræddur.
»Hvar er Ijóta kerlingin? Vond kerling,“ hvíslaði hann og
skimaði um allt tjaldið. „Hún fór hingað inn. Gegnum vegg-
inn.“
Drengurinn var dálítið ruglingslegur og allskelkaður og var
nokkra stund að átta sig. Loksins gat hann sagt foreldrum
sinum i nokkurn veginn samhengi, hvað fyrir hann hefði
komið.
Hann hröldv upp úr svefni við það, að kaldur gustur kom
a hann. — Úti var blæjalogn og blíðviðri. — Og svo sá hann
ganila og ljóta kerlingu, litla og bogna, inni i tjaldinu. Hún
hafði prik í hendinni, ekki staf, en prik, Ijótt prik, og hún var
hölt, þegar hún gekk þvert yfir tjaldið. Svo sneri hún sér við
°g horfði á hann. Hún var svo ljót og reið í augunum. Hún
lyfti upp prikinu, og þá varð hann hræddur og ætlaði að hljóða,
en þorði það ekki. „Og þá fór kerlingin út, ekki um dyrnar,
heldur beint í gegnum vegginn þarna, svo að hún hlýtur að
hata komið hingað inn,“ sagði drengurinn og skimaði hræddur
1 kring um sig.
I' oreldrarnir fóru á fætur og báru hin börnin inn til sín. —
tTni þetta var heldur ekkert talað daginn eftir. Börn eru
börn. -
briðju nóttina vöknuðum við allir í mínu tjaldi við það, að
•Ján frændi lét afarilla í svefni. Var hann þó ekki vanur því.
Hann brauzt um á hæl og hnakka, og korraði í honum öðru
hvoru. En svo var, eins og honum væri þrýst niður af miklu
afli og haldið niðri. Við vorum í þann veginn að vekja hann,
eu enginn vildi verða fyrstur til.
Loksins gat hann þó komið upp hljóði og sendi frá sér
ln«glulega runu af blótsyrðum og formælingum. Svo vaknaði
ann til hálfs eða fulls, þrútinn í andliti og öskuvondur.
”því rákuð þið ekki burt kerlingarhelvítið! “
»Hvaða kerlingu?" spurði einhver piltanna.