Eimreiðin - 01.04.1941, Side 44
156
VEGAGERÐARMENN
EIMREIÐIN
inn um niiðja vikuna og væri ekki kominn aftur. En þann pilt
hafði hún ætlað dóttur sinni og því komið henni til foreldra
hans í kaupavinnu um sumarið. Stjúpdóttirin var ræksni, sem
hún hafði orðið að sætta sig við að taka, af því að faðirinn
vildi það. — Stjúpan hafði komizt upp á milli hjóna og lagt
móður selstúlkunnar í gröfina frá kornungri dóttur. Og svo
hafði móðurleysinginn litli alizt upp við kulda og ástarleysi
langa dimma vetur og sólbjört sumur. En er hún stálpaðist,
varð hún fyrst smalastelpa í selinu og nú í þrjú sumur sel-
kona. Og þótt verkin væru mikil og erfið, var þó margvíslegt
frelsi í selinu. Þar spruttu draumar hennar, festu rætur og
döfnuðu. Og loks brustu allar blómhlífar á einni eilífðarstuttri
sumarnótt.
Laugardagsmorguninn ympraði selsmalinn á því, að hús-
móðirin myndi koma upp eftir um kvöldið. Hún hafði spurt
hann í þaula og haft í hótunum við hann og fengið þannig
vissu sína. Og nú ætlaði hún sjálf að koma i kvöld.
Heiðblár sólþrunginn selhiminninn varð skyndilega svartur
og ægilegur. Sólin slokknaði. Og hjalandi lækir í hlíðum og
niðandi áin í dalnum breyttu algerlega um róm. Nú grétu þau.
Að afliðnu hádegi steig ungi maðurinn á bak hvíta gæðingn-
um. „Ég sæki þig um aðra helgi, ástin min! Þá kem ég með
fríðu föruneyti og flyt þig heim til mín eins og unga drottn-
ingu.
Á mjallhvítum gæðingi skaltu ríða í silfurbryddum söðli
með sólhaug um yndislega andlitið þitt og himinblámann i
augum, eins og þegar ég sá þig fyrst! Og ást mín skal um-
vefja þig sólbjarta daga og sælar nætur.“
En hún tók um hálsinn á hvíta hestinum, grúfði andlitið
niður í i'axið og grét sáran:
„Nei — nú er sólin slokknuð. Og hún kemur aldrei upp
aftur,“ sagði hún með andköfum. — „En guði sé lof! guði sé
lof! guði sé iof !“
„Jú, jú, ástin mín eina,“ sagði hann með ákafa. „Sólin skín
enn á gullhárið þitt bjarta og blessuð augun þín bláu! — Og
ég kem bráðum aftur og þá — þá !“ Hjarta hans var fullt
af sól og sælu og ástarfögnuði yfir þeim unaðsauði, sem guð
sjálfur hafði lagt honum í faðm, og kossar hans voru eldheitir