Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1941, Page 44

Eimreiðin - 01.04.1941, Page 44
156 VEGAGERÐARMENN EIMREIÐIN inn um niiðja vikuna og væri ekki kominn aftur. En þann pilt hafði hún ætlað dóttur sinni og því komið henni til foreldra hans í kaupavinnu um sumarið. Stjúpdóttirin var ræksni, sem hún hafði orðið að sætta sig við að taka, af því að faðirinn vildi það. — Stjúpan hafði komizt upp á milli hjóna og lagt móður selstúlkunnar í gröfina frá kornungri dóttur. Og svo hafði móðurleysinginn litli alizt upp við kulda og ástarleysi langa dimma vetur og sólbjört sumur. En er hún stálpaðist, varð hún fyrst smalastelpa í selinu og nú í þrjú sumur sel- kona. Og þótt verkin væru mikil og erfið, var þó margvíslegt frelsi í selinu. Þar spruttu draumar hennar, festu rætur og döfnuðu. Og loks brustu allar blómhlífar á einni eilífðarstuttri sumarnótt. Laugardagsmorguninn ympraði selsmalinn á því, að hús- móðirin myndi koma upp eftir um kvöldið. Hún hafði spurt hann í þaula og haft í hótunum við hann og fengið þannig vissu sína. Og nú ætlaði hún sjálf að koma i kvöld. Heiðblár sólþrunginn selhiminninn varð skyndilega svartur og ægilegur. Sólin slokknaði. Og hjalandi lækir í hlíðum og niðandi áin í dalnum breyttu algerlega um róm. Nú grétu þau. Að afliðnu hádegi steig ungi maðurinn á bak hvíta gæðingn- um. „Ég sæki þig um aðra helgi, ástin min! Þá kem ég með fríðu föruneyti og flyt þig heim til mín eins og unga drottn- ingu. Á mjallhvítum gæðingi skaltu ríða í silfurbryddum söðli með sólhaug um yndislega andlitið þitt og himinblámann i augum, eins og þegar ég sá þig fyrst! Og ást mín skal um- vefja þig sólbjarta daga og sælar nætur.“ En hún tók um hálsinn á hvíta hestinum, grúfði andlitið niður í i'axið og grét sáran: „Nei — nú er sólin slokknuð. Og hún kemur aldrei upp aftur,“ sagði hún með andköfum. — „En guði sé lof! guði sé lof! guði sé iof !“ „Jú, jú, ástin mín eina,“ sagði hann með ákafa. „Sólin skín enn á gullhárið þitt bjarta og blessuð augun þín bláu! — Og ég kem bráðum aftur og þá — þá !“ Hjarta hans var fullt af sól og sælu og ástarfögnuði yfir þeim unaðsauði, sem guð sjálfur hafði lagt honum í faðm, og kossar hans voru eldheitir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.