Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1941, Qupperneq 56

Eimreiðin - 01.04.1941, Qupperneq 56
168 ÁHRIF HEBRESKU Á ÍSLENZKA TUNGU EIMREIÐIN verjum, en hinir tíu eru handan við Evfrat allt til vorra daga og eru mjög fjölmennar.“ Sargon konungur taldi sjálfur, að fangar þeir, sem hann lét flytja burtu úr Ísraelsríki, er það var eyðilagt, hafi verið 27290 (og eru þá sennilega aðeins taldir karlmenn, ekki konur og börn). í annari Esdrasbók, sem er ein af hinum svonefndu „aprokrýfisku" ritum Gamla-testa- mentisins, í 13. kap. 40—45 versi, segir svo: „Þetta eru þær tíu ættkvislir, sem voru fluttar burtu sem fangar úr þeirra eigin borgum á dögum Hósea konungs, sem Salmanassar, kon- ungur í Assýríu, flutti burt sem fanga, og hann fór með þá yfir fyrir fljótin, svo að þeir komu í annað land. En þeir héldu innbyrðis ráðstefnu um það að yfirgefa samfélagið við heið- ingjana og fara burtu til fjarlægra landa, þangað sem enginn maður hefði enn búið, til þess að þeir gætu þar varðveitt boðorðin, sem þeir höfðu aldrei haldið í þessu landi. Og þeir héldu yfir Evfrat, þar sem hún var mjóst. En drottinn sýndi þeim undarlega hluti og stöðvaði fljótið, meðan þeir gengu yfir. En það var löng leið að fara um þetta land og tók þá hálft annað ár. Þá komu þeir til héraðs þess, er nefnist Ar- Sareth. Þar dvöldu þeir svo til síðustu tíma.“ Ar-Sareth er héraðið norður af Svartahafi, og enn i dag er þar á, er Sareth nefnist. Herodót, sagnfræðingur Grikkja, getur þess, að um þær mundir, sem Esdras segir frá, hafi stór þjóðflokkur, sem áður bjó ^ið Araxes, flutt til Evrópu og setzt að fyrir norðan Svartahaf. Þessa þjóð nefnir hann Skýþa, og er það sameigin- lega nafnið, sem Grikkir og ítalir nefna þjóð þessa, enda þótt þeir nefni ýmsa hluta hennar öðrum nöfnum. Það kemur oft greinilega í ljós, að Assýríumenn nefndu ísra- elsmenn þá, sem fluttir voru austur til Assýríu, Kumri, en Babýloníumenn nefndu þá Gimri eða Gimiri. en Persar Saka, þvi á hinum fræga Behistun-steini í Persíu, þar sem áritunin er á þremur málum, babýlonisku, persnesku og súríönsku, er babýloniska nafnið Gimri þýtt með Saka á persnesku, en fornu sagnfræðingarnir Herodót, Pliníus, Mela o. f 1., segja frá þvi, að Persar hafi nefnt Skýþa Saka. ísraelsþjóðin, sem flutt var í útlegðina, er því nefnd ýms- um nöfnum á ýmsum málúm, en á grísku og latínu Skýþar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.