Eimreiðin - 01.04.1941, Page 60
172
ÁHRIF HEBRESKU Á ÍSLENZKA TUNGU
EIMREIÐIN
Það hefur sennilegast verið það mál, sem málfræðingar nú-
tímans nefna germönsku, því indogermanskan svonefnda, eða
frummálið, sem germanska, gríska, latína, sanskrít og pers-
neska og fleiri mál eru ættuð frá, hlýtur að vera mikið eldra
mál, sem talað hefur verið til forna í Vestur-Asíu allt að Mið-
jarðarhafi. Má vel vera, eins og sumir fræðimenn hafa getið
til, að semítiski þjóðflokkurinn hafi komið til Asíu frá Afríku
(Egyptalandi og Eþýópíu) og hrakið frumþjóðir Suðvestur-
Asíu norður og austur á bóginn, en þar er heimkynni ariska
þjóðflokksins, eftir því sem komist verður næst, þegar sögur
hefjast. Það eru taldar íranskar eða arískar þjóðir, sem þá
byggðu löndin frá Persneska flóanum norður að Kaspíhafi og
héruðin þar austur af. Þær skiptust í tvo aðalþjóðflokka
Austur-írana (Austur-Aría), sem bjuggu þar, sem nú nefnist
Turkestan, Afghanistan og Beludschistan, og í Vestur-írana
(Vestur-Aría) í núverandi Farsistan. Taldar eru þessar þjóðir
blandaðar öðrum óskyldum þjóðum, þegar sögur hefjast,
Skýþum norðan lil en Eþýópíumönnum sunnan til. Ýmsar
þeirra, segir dr. Edward E. A. Riehm, hefur fremur mátt kalla
„íraniseraða Túrína en Aría í þrengri merkingu“, þ. e. a. s.
þeir eru ekki af hreinum ariskum uppruna, heldur blandaðir
saman við þá og hafa tekið upp mál þeirra og venjur.
Þær þjóðir, sem við því köllum Skýþa og síðar Gota, eru
samhland semítiskra og íranskra (þ. e. ariskra) manna, og
sennilega hefur aðalstofninn verið semítiskur, enda teljast
Sarangar (og' þá líka Darangar, sem áttu sama þjóðastofn) til
Austur-lrana, en þeir voru ásamt Æglum áður nefndir einu
nafni Massagetar. Þeir höfðu tekið upp mál og venjur írana
og teljast því til þeirra, þótt ættstofninn sé annar. ísraelsmenn
(ættkvíslirnar 10) eða Skýþar, sem voru aðkomnir inn í lönd
írana, hafa svo, er þeir fjölguðu og þröngt fór að verða uni
þá, sigið vestur á bóginn, hæði til þess að geta varðveitt betur
erfðavenjur forfeðra sinna, eins og Esdras segir, og þó líklega
öllu fremur til þess að komast til strjálbyggðari staða, seni
þeir fundu norður al' Svartahafi. Málið, sem þeir voru farnii'
að tala, þjóðavenjur írana og sennilega trúarhugmyndir þeirra,
hafa þeir flutt með sér, enda mun trú beggja hafa svipað svo
saman í höfuðatriðunum, að trúarhugmyndirnar hlutu að renna