Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1941, Blaðsíða 76

Eimreiðin - 01.04.1941, Blaðsíða 76
188 KUKL EIMREIÐIN hans á liðnum árum, en leggur aðeins fyrir þingið eftirfar- andi ályktun: „Brandur Gestsson, er um allmörg ár hefur verið þjónandi prestur í Samfélagi Rétttrúaðra manna, hefur gerzt sekur um hneykslanlega villu, sem er þess eðlis, að henni verður ekki lýst á vægari hátt en að nefna hana kukl. Stjórn Samfélags Rétttrúaðra manna gerir nefndum Brandi Gestssyni tvo kosti. Þann fyrri: að viðurkenna opinberlega sök sina og hlíta þeim ákvæðum, er kirkjustjórn vor fvrir- skipar. Hinn síðari: að vera rækur úr félagsskap vorum sem villutrúarmaður og verða auglýstur sem slíkur af Samfélagi Rétttrúaðra manna.“ Eftir að hafa lesið ályktunina settist varaförsetinn niður hægra megin við gráturnar, en þá reis forsetinn á fætur, gekk að kórdyrum og ávarpaði söfnuðinn. Hann kvaðst vona, að öllum hefði getizt vel að hinni skörulegu framsöguræðu, sem flutt hefði verið af einbeittni og háttlagni og kvaðst vænta þess af öllum, sem létu sig nokkru varða vöxt og viðgang hfeilagrar kirkju, að þeir gerðu sér Ijóst hvílik nauðsvn það væri að skera illgresið við rótina, áður en það næði að sá út frá sér. Með þá nauðsyn fyrir augum kvaðst hann vænta, að inenn samþykktu einróma ályktunina, en áður en atkvæða- greiðsla um hana færi fram, hefði Brandur Gestsson tækifæri til að játa brot sitt og biðja opinberlega fyrirgefningar, að því búnu mætti ákveða hvaða refsingu hann verðskuldaði, en raunar hlyti hún að miðast við þá dýpt auðmýktar og iðr- unar, er sakborningurinn sýndi, er hann játaði brot sitt og bæði fvrirgefningar. A meðan forsetinn talaði síðustu orðin, tók þyrping þeirra Idrkjugesta, er stóðu næst dyrum, að greiðast í sundur, og inn úr henni gekk gamall maður, hár á velli og hvítur fvrir hær- um. Hann bar snjáð og upplituð klæði, en svipur hans og yfir- bragð vitnaði um, að hann væri enginn kotungur. Hann gekk inn kirkjugólfið og fast að kórdyrum. Þar nam hann staðar og renndi augunum vfir kórinn, þar sem prestarnir sátu, sneri sér svo við og leit yfir kirkjuna og virti fyrir sér andlitin öll, er þá blöstu við honum. Svo hóf hann mál sitt: „Ef að allt þetta góða fólk, sem hér er saman komið, hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.